FRÉTT VINNUMARKAÐUR 20. JÚNÍ 2005


Starfandi fólki fjölgar um 1,2%
 
Fjöldi starfandi árið 2004 var 157.520 manns en árið 2003 var fjöldi starfandi 155.680 manns samkvæmt staðgreiðsluskrá Hagstofu Íslands. Starfandi fólki fjölgaði milli ára um 1,2%. Á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði starfandi um 1,2% en utan höfuðborgarsvæðisins fjölgaði þeim um 1,1%. Starfandi fólki fjölgaði mest á Austurlandi, eða um 5,7% en fækkaði mest á Norðurlandi vestra, eða um 1,2%. 

Starfandi fólki fækkar í frumvinnslugreinum en fjölgar í iðngreinum og þjónustu 
Við frumvinnslugreinar störfuðu 9.500 manns árið 2004, 36.540 manns störfuðu við iðngreinar og 111.230 manns störfuðu við þjónustugreinar. Milli áranna 2003 og 2004 fækkaði þeim sem störfuðu við frumvinnslugreinar um 2,2% en fjölgaði í iðngreinum um 3,0% og lítillega í þjónustu eða um 0,6%.

Þeim sem störfuðu við frumvinnslugreinar fækkaði mun meira á höfuðborgarsvæðinu en utan þess. Á höfuðborgarsvæðinu fækkaði þeim um 8,3% en um 1% utan þess.

Þeim sem störfuðu við iðngreinar fjölgaði um 2,4% á höfuðborgarsvæðinu en 2,8% utan þess og þeim sem störfuðuð við þjónustu fjölgaði um 1% á höfuðborgarsvæðinu en um 0.2% utan þess.

Körlum fjölgaði meira á vinnumarkaði en konum
Af heildarfjölda starfandi árið 2004 voru karlar heldur fleiri en konur eða 52,1%. Körlum fjölgaði heldur meira en konum frá árinu 2003 eða um 1,8% á móti 0,5%. Starfandi 45 ára og eldri fjölgaði um 1.660 manns milli áranna 2003 og 2004, eða um 2,8%. Fjölgunin var meiri meðal karla (3.3%) en kvenna (2,2%).

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.