Héðan í frá mun Hagstofa Íslands birta hagtölur um íslenskan vinnumarkað mánaðarlega til viðbótar við hefðbundið ársfjórðungsuppgjör og ársuppgjör. Verður fyrsta fréttatilkynningin með mánaðartölum um vinnumarkaðinn birt 14. mars næstkomandi og síðan samkvæmt birtingaráætlun. Útgáfa Hagtíðinda með ársfjórðungstölum fyrir vinnumarkaðinn færist jafnframt aftur um átta daga á áður birtri áætlun.

Sjá birtingaráætlun Hagstofu Íslands.