FRÉTT VINNUMARKAÐUR 06. APRÍL 2020

Fjöldi lausra starfa á íslenskum vinnumarkaði á fyrsta ársfjórðungi 2020 var um 2.900 miðað við niðurstöður starfaskráningar Hagstofunnar. Niðurstöðurnar benda til þess að á sama tíma hafi um 215.100 störf verið mönnuð. Hlutfall lausra starfa var því rétt um 1,3%, sem er svipað og á fyrsta ársfjórðungi 2019 þegar hlutfall lausra starfa var 1,5%. Viðmiðunardagur starfaskráningar var 15. febrúar og svarhlutfall var 92%.

Rétt er að benda á að sökum þess að viðmiðunardagur ársfjórðungsins var um miðjan febrúar er líklegt að áhrif COVID-19 megi sjá í tölum starfaskráningar fyrir næsta ársfjórðungs.

Til þess að notendur geti fylgst með vísbendingum um áhrif COVID-19 á einstakar atvinnugreinar hafa veftöflur starfaskráningar að þessu sinni verið uppfærðar með niðurbroti fyrir atvinnugreinar. Einnig hafa sérstaklega verið teknar saman atvinnugreinarnar ferðaþjónusta og tengdar greinar og sjávarútvegur. Á þeim má sjá að hlutfall lausra starfa í ferðaþjónustu var 3,9% og 0,1% í sjávarútvegi á fyrsta ársfjórðungi 2020.

Mæling Gildi1 Staðalvilla2 Neðri mörk3 Efri mörk3
Fjöldi lausra starfa 2.900 500 1.900 4.000
Fjöldi starfa 215.100 7.800 199.700 230.500
Hlutfall lausra starfa 1,3 0,2 0,9 1,8

1 Tölur eru námundaðar að næsta hundraði.
2 Staðalvilla mælingar vísar til breytileika í mælingu milli úrtaka.
3 Neðri og efri vikmörk mælinga vísa til öryggisbilsins í kringum meðaltalið. Í endurteknum úrtökum mun þýðistalan falla innan öryggisbilsins í 95% tilvika.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1284 , netfang kannanir@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.