Alls voru um 213.200 einstaklingar starfandi á íslenskum vinnumarkaði í febrúar 2024 samkvæmt skrám. Starfandi einstaklingum fjölgaði um rúmlega 5.700 á milli ára sem samsvarar 2,8% fjölgun. Fjöldi starfandi kvenna í febrúar var um 99.900 og fjöldi starfandi karla um 113.200.