Áætlað er að 201.600 manns á aldrinum 16–74 ára hafi að jafnaði verið á vinnumarkaði í desember 2018, samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands, en það jafngildir 79,6% (±2,5) atvinnuþátttöku. Af þeim voru 198.800 (±6.500) starfandi og 2.800 (±1.800) án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 78,5% (±2,6) og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 1,4% (±0,9).
Samanburður mælinga fyrir desember 2017 og 2018 sýnir að vinnuaflið minnkaði örlítið, eða um 100 manns og hlutfall þess af mannfjölda lækkaði um 2,2 prósentustig. Starfandi fólki fjölgaði um 3.200 manns, en hlutfall starfandi af mannfjölda lækkaði um 0,8 prósentustig. Atvinnulausir í desember 2018 mældust 3.300 færri en í sama mánuði árið 2017 þegar þeir voru 6.100 eða 3,0% af vinnuaflinu. Mikilvægt er að hafa í huga að þrátt fyrir að mæling atvinnuleysis í desember 2018 sé óvenju lág þá er munurinn á atvinnuleysi milli nóvember og desember ekki tölfræðilega marktækur né heldur munurinn á mælingum atvinnuleysis í desember 2017 og desember 2018. Alls voru 51.700 utan vinnumarkaðar í desember 2018 sem er fjölgun frá því í desember 2017 þegar þeir voru 44.900.
Allar fjöldatölur eru námundaðar að næsta hundraði.
Flæðirit — Vinnumarkaður 16–74 ára, desember 2018
Samtala undirliða þarf ekki að koma heim við heildartölur vegna námundunar. Öryggisbil (95%), atvinnuleysi: Alls ±0,9; karlar ±1,3; konur ±1,2.
Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi var 3,6% í desember 2018
Íslenskur vinnumarkaður sveiflast reglulega milli mánaða vegna árstíðabundinna þátta. Samkvæmt árstíðaleiðréttum tölum var fjöldi fólks á vinnumarkaði 203.800 í desember 2018. Árstíðarleiðrétt atvinnuþáttaka var 80,6% í desember, sem er rúmlega einu og hálfu prósentustigi minna en í nóvember. Samkvæmt árstíðaleiðréttingunni voru atvinnulausir 3.400 í desember eða 1,7%, sem er 1,8 prósentustigi lægra en í nóvember. Fyrir sama tímabil var leiðrétt hlutfall starfandi fólks 79,2%, sem er 0,1 prósentustigi lægra en það var í nóvember. Þegar horft er til síðustu tólf mánaða sýnir leitni vinnuaflstalna að atvinnuþátttaka dróst saman um 0,3 prósentustig, á meðan hlutfall starfandi jókst um 0,1 prósentustig og atvinnuleysi lækkaði um 0,5 prósentustig.
Tafla 1.Vinnumarkaður í desember — mæling | ||||||
Öryggisbil | Öryggisbil | Öryggisbil | ||||
2016 | (±95%) | 2017 | (±95%) | 2018 | (±95%) | |
Alls 16–74 ára | ||||||
Atvinnuþátttaka | 83,0 | 2,2 | 81,8 | 2,6 | 79,6 | 2,5 |
Hlutfall starfandi | 80,8 | 2,3 | 79,3 | 2,8 | 78,5 | 2,6 |
Atvinnuleysi | 2,6 | 1,1 | 3,0 | 0,9 | 1,4 | 0,9 |
Vinnustundir | 37,7 | 1,2 | 37,6 | 1,5 | 36,2 | 1,3 |
Vinnuafl | 197.000 | 5.100 | 201.700 | 6.400 | 201.600 | 6.300 |
Starfandi | 191.900 | 5.500 | 195.600 | 6.800 | 198.800 | 6.500 |
Atvinnulausir | 5.100 | 2.200 | 6.100 | 2.900 | 2.800 | 1.800 |
Utan vinnumarkaðar | 40.400 | 5.100 | 44.900 | 6.400 | 51.700 | 6.300 |
Áætlaður mannfjöldi | 237.300 | • | 246.600 | • | 253.300 | • |
Tafla 2.Vinnumarkaður síðustu 6 mánuði — árstíðaleiðrétting | ||||||
júl.18 | ágú.18 | sep.18 | okt.18 | nóv.18 | des.18 | |
Alls 16–74 ára | ||||||
Atvinnuþátttaka | 81,6 | 81,6 | 81,6 | 81,7 | 82,2 | 80,6 |
Hlutfall starfandi | 78,7 | 79,5 | 80,2 | 79,3 | 79,3 | 79,2 |
Atvinnuleysi | 3,6 | 2,6 | 1,7 | 3,1 | 3,5 | 1,7 |
Vinnustundir | 39,8 | 40,9 | 38,6 | 39,7 | 38,8 | 38,9 |
Vinnuafl | 204.400 | 204.300 | 204.900 | 206.600 | 208.600 | 203.800 |
Starfandi | 197.100 | 198.900 | 201.300 | 200.300 | 201.200 | 200.400 |
Atvinnulausir | 7.300 | 5.400 | 3.600 | 6.300 | 7.400 | 3.400 |
Utan vinnumarkaðar | 46.000 | 45.900 | 46.200 | 46.100 | 45.000 | 49.100 |
Áætlaður mannfjöldi | 250.400 | 250.300 | 251.100 | 252.800 | 253.600 | 252.900 |
Tafla 3.Vinnumarkaður síðustu 6 mánuði — árstíðaleiðrétt leitni | ||||||
júl.18 | ágú.18 | sep.18 | okt.18 | nóv.18 | des.18 | |
Alls 16–74 ára | ||||||
Atvinnuþátttaka | 81,8 | 81,8 | 81,8 | 81,8 | 81,7 | 81,7 |
Hlutfall starfandi | 79,5 | 79,6 | 79,6 | 79,6 | 79,6 | 79,7 |
Atvinnuleysi | 2,7 | 2,7 | 2,6 | 2,6 | 2,6 | 2,5 |
Vinnustundir | 39,8 | 39,8 | 39,6 | 39,4 | 39,4 | 39,4 |
Vinnuafl | 203.900 | 204.300 | 204.800 | 205.200 | 205.500 | 205.700 |
Starfandi | 198.300 | 198.800 | 199.400 | 199.900 | 200.200 | 200.500 |
Atvinnulausir | 5.600 | 5.500 | 5.400 | 5.300 | 5.300 | 5.200 |
Utan vinnumarkaðar | 45.500 | 45.600 | 45.700 | 45.800 | 45.900 | 46.000 |
Áætlaður mannfjöldi | 249.400 | 249.900 | 250.500 | 251.000 | 251.400 | 251.700 |
Um gögnin
Vinnumarkaðsrannsóknin í desember 2018 nær til fjögurra vikna, frá 3. desember til og með 30. desember. Í úrtak völdust af handahófi 1.543 einstaklingar á aldrinum 16–74 ára sem höfðu lögheimili á Íslandi. Þegar frá eru taldir þeir sem voru látnir eða reyndust búsettir erlendis var nettóúrtakið 1.509 einstaklingar. Alls fengust nothæf svör frá 973 einstaklingum og jafngildir það 64,5% svarhlutfalli.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1284 , netfang kannanir@hagstofa.isDeila
Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.