Samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru að jafnaði 194.200 manns á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaði í febrúar 2016, sem jafngildir 82,3% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 188.300 starfandi og 5.900 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 79,8% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 3,1%. Samanburður mælinga fyrir febrúar 2015 og 2016 sýnir að það fjölgaði í vinnuaflinu um 7.300 manns, atvinnuþátttakan jókst því um 1,5 prósentustig. Fjöldi starfandi jókst um 9.800 og hlutfallið af mannfjölda um 2,6 stig. Atvinnulausum fækkaði um sem nemur 2.500 manns og hlutfall þeirra af vinnuaflinu lækkaði um 1,4 stig.
Flæðirit – Vinnumarkaður 16-74 ára febrúar 2016
Samtala undirliða þarf ekki að koma heim við heildartölur vegna námundunar.
Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi 3,2% í febrúar
Samkvæmt árstíðaleiðréttingu var fjöldi fólks á vinnumarkaði 196.700 í febrúar 2016 sem jafngildir 83% atvinnuþátttöku og er nánast sama tala og í janúar 2016. Samkvæmt árstíðaleiðréttingu var hlutfall starfandi fólks 80,4% og lækkaði um 0,6 prósentustig á milli janúar og febrúar 2016. Á sama tíma jókst hlutfall atvinnulausra um 0,5 stig, úr 2,6% í 3,2%. Þegar horft á leitni tölur síðustu sex mánuða þá sýna vinnuaflstölur frá að því í september 2015 hefur atvinnulausum fækkað um 1.200 manns á meðan starfandi fólki hefur fjölgað um 5.700.
Framkvæmd og aðferð
Mælingar sýna að íslenskur vinnumarkaður breytist reglulega í tilteknum mánuðum, eins og sjá má á myndunum hér að framan, og stafar breytileikinn af ýmsum árstíðabundnum þáttum. Árstíðaleiðrétting er tölfræðileg aðferð sem leitast við að aðgreina árstíðabundnar sveiflur frá óreglulegum breytingum. Árstíðaleiðréttingin gerir samanburð á milli samliggjandi mánaða mun raunhæfari og segir betur um hvert tölurnar stefna. Vegna eðli árstíðaleiðréttinga hafa nýjar mælingar áhrif á alla tímaröðina. Hagstofa Íslands notar Tramo-Seats aðferð við árstíðaleiðréttingu.
Febrúar 2016 nær til fjögurra vikna, eða frá 1. til 28. febrúar. Úrtakið var 1.222 einstaklingar á aldrinum 16–74 ára sem valdir voru af handahófi úr þjóðskrá. Þegar frá eru taldir þeir sem voru látnir eða búsettir erlendis reyndist nettóúrtakið 1.176 einstaklingar. Alls fengust nothæf svör frá 867 einstaklingum sem jafngildir 73,7% af endanlegri svörun. Allar tölur hafa verið vegnar eftir kyni og aldri. Vikmörk mánaðarlegra niðurstaðna um atvinnuþátttöku eru ±2,5 stig, hlutfall starfandi ±2,6 stog og atvinnuleysi ±1,3 stig. Allar fjöldatölur eru afrúnaðar að næsta hundraði.
Allar tölur fyrir fyrstu tvo mánuði nýjasta ársfjórðungs eru bráðabrigðatölur þar til ársfjórðungi lýkur.
Tafla 1. Vinnumarkaður í febrúar - mæling | ||||||
Öryggisbil | Öryggisbil | Öryggisbil | ||||
2014 | (±95%) | 2015 | (±95%) | 2016 | (±95%) | |
Alls 16-74 ára | ||||||
Atvinnuþátttaka | 79,0 | 2,5 | 80,8 | 2,5 | 82,3 | 2,5 |
Hlutfall starfandi | 75,6 | 2,7 | 77,2 | 2,7 | 79,8 | 2,6 |
Atvinnuleysi | 4,3 | 1,5 | 4,5 | 1,3 | 3,1 | 1,3 |
Vinnustundir | 39,1 | 1,2 | 39,7 | 1,3 | 40,0 | 1,3 |
Vinnuafl | 181.200 | 5.800 | 186.900 | 5.700 | 194.200 | 5.800 |
Starfandi | 173.400 | 6.200 | 178.500 | 6.200 | 188.300 | 6.200 |
Atvinnulausir | 7.800 | 2.700 | 8.400 | 2.900 | 5.900 | 2.600 |
Utan vinnumarkaðar | 48.000 | 5.800 | 44.400 | 5.700 | 41.800 | 5.800 |
Áætlaður mannfjöldi | 229.200 | • | 231.300 | • | 236.000 | • |
Tafla 2. Vinnumarkaður síðustu 6 mánuðir — árstíðaleiðrétting | ||||||
sep.15 | okt.15 | nóv.15 | des.15 | jan.16 | feb.16 | |
Alls 16-74 ára | ||||||
Atvinnuþátttaka | 82,8 | 82,0 | 83,2 | 82,4 | 83,1 | 83,0 |
Hlutfall starfandi | 79,3 | 78,7 | 79,6 | 80,5 | 80,9 | 80,4 |
Atvinnuleysi | 4,2 | 4,1 | 4,3 | 2,2 | 2,6 | 3,2 |
Vinnustundir | 40,4 | 40,5 | 40,3 | 40,4 | 40,7 | 40,4 |
Vinnuafl | 190.600 | 190.400 | 194.900 | 191.300 | 196.800 | 196.700 |
Starfandi | 182.600 | 182.700 | 186.500 | 187.100 | 191.700 | 190.400 |
Atvinnulausir | 8.000 | 7.700 | 8.400 | 4.200 | 5.200 | 6.200 |
Utan vinnumarkaðar | 39.500 | 41.700 | 39.300 | 41.000 | 40.000 | 40.200 |
Áætlaður mannfjöldi | 230.100 | 232.100 | 234.100 | 232.300 | 236.800 | 236.900 |
Tafla 3. Vinnumarkaður síðustu 6 mánuðir — árstíðaleiðrétt leitni | ||||||
sep.15 | okt.15 | nóv.15 | des.15 | jan.16 | feb.16 | |
Alls 16-74 ára | ||||||
Atvinnuþátttaka | 82,6 | 82,6 | 82,7 | 82,8 | 82,8 | 82,8 |
Hlutfall starfandi | 79,4 | 79,6 | 79,8 | 80,0 | 80,2 | 80,3 |
Atvinnuleysi | 3,8 | 3,7 | 3,5 | 3,3 | 3,2 | 3,1 |
Vinnustundir | 40,3 | 40,3 | 40,4 | 40,4 | 40,4 | 40,4 |
Vinnuafl | 191.100 | 191.600 | 192.800 | 194.000 | 195.000 | 195.600 |
Starfandi | 183.800 | 184.500 | 186.000 | 187.600 | 188.800 | 189.500 |
Atvinnulausir | 7.300 | 7.100 | 6.800 | 6.400 | 6.200 | 6.100 |
Utan vinnumarkaðar | 40.300 | 40.300 | 40.200 | 40.400 | 40.500 | 40.500 |
Áætlaður mannfjöldi | 231.500 | 231.900 | 233.000 | 234.400 | 235.500 | 236.100 |