Atvinnuleysi 4,4% í júlí 2012

Samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru í júlí 2012 að jafnaði 189.700 manns á vinnumarkaði. Af þeim voru 181.400 starfandi og 8.400 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka mældist 84,5%, hlutfall starfandi 80,8% og atvinnuleysi var 4,4%. Atvinnuleysi hefur minkað um 1 prósentustig frá því í júlí 2011 en þá var atvinnuleysi 5,4%. Atvinnuleysi júlí 2012 var 5,8% á meðal karla miðað við 5,5% í júlí 2011 og meðal kvenna var það 2,8% miðað við 5,4% í júlí 2011.

Atvinnulausir teljast þeir sem voru án atvinnu í viðmiðunarviku könnunarinnar, þ.e. höfðu hvorki atvinnu né voru í vinnu (í eina klukkustund eða lengur) sem launþegi eða sjálfstætt starfandi, eru að leita að vinnu og geta hafið störf innan tveggja vikna eða hafa fengið starf sem hefst innan 3 mánaða. Einstaklingar sem eru ekki í vinnu en eru í námi flokkast atvinnulausir ef þeir uppfylla skilyrðin hér að ofan.

Flæðirit – Vinnumarkaður júlí 2012

Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi 5,8%

Árstíðaleiðréttur fjöldi atvinnulausra í júlí 2012 var 10.600 eða 5,8% en var 11.000 eða 6,1% í júní. Fjöldi starfandi var 171.900 í júlí 2012 eða 76,8% sem er sami fjöldi og var starfandi í júní 2012. Leitni árstíðaleiðréttingar á atvinnuleysi sýnir hægfara þróun niður á við og að atvinnuleysi hefur nánast staðið í stað undanfarna mánuði.

Framkvæmd

Júlí 2012 nær til fjögurra vikna, frá 2. til 29. júlí. Úrtakið í júlí var 1.199 manns á aldrinum 16–74 ára sem valdir voru af handahófi úr þjóðskrá. Þegar frá eru taldir þeir sem voru látnir eða búsettir erlendis reyndist nettóúrtakið 1.177 einstaklingur. Alls fengust nothæf svör frá 969 einstaklingum sem jafngildir 82,3% af endanlegri svörun. Allar tölur hafa verið vegnar eftir kyni og aldri. Vikmörk mánaðarlegra niðurstaðna um atvinnuþátttöku eru ±2,3% og atvinnuleysi ±1,4%. Allar fjöldatölur eru afrúnnaðar að næsta hundraði.

Tafla 1.  Vinnumarkaður í Júlí - Mæling
             
  2010 2011 2012
Alls 16-74 ára
Atvinnuþátttaka 83,3 ±2,3 85,2 ±2,1 84,5 ±2,3
Hlutfall starfandi 78,6 ±2,6 80,6 ±2,4 80,8 ±2,5
Atvinnuleysi 5,7 ±1,7 5,4 ±1,4 4,4 ±1,4
Vinnustundir 43,5 ±1,4 41,6 ±1,4 43,4 ±1,4
Vinnuafl 186.200 ±5100 192.000 ±4800 189.700 ±5100
Starfandi 175.700 ±5700 181.600 ±5500 181.400 ±5500
Atvinnulausir 10.600 ±3100 10.400 ±3000 8.400 ±2700
Utan vinnumarkaðar 37.300 ±5100 33.300 ±4800 34.800 ±5100
Áætlaður mannfjöldi 223.500 225.300 224.500

Tafla 2.  Vinnumarkaður síðustu 6 mánuðir - Árstíðaleiðrétting
   
  feb.12 mar.12 apr.12 maí.12 jún.12 júl.12
Alls 16-74 ára
Atvinnuþátttaka 79,9 80,5 80,4 81,0 81,9 81,5
Hlutfall starfandi 74,2 74,6 74,9 76,7 77,0 76,8
Atvinnuleysi 7,1 7,3 6,8 5,4 6,1 5,8
Vinnustundir 39,9 40,0 39,8 39,9 40,0 40,0
Vinnuafl 179.400 180.300 180.200 179.900 182.900 182.500
Starfandi 166.700 167.100 167.800 170.300 171.900 171.900
Atvinnulausir 12.700 13.100 12.300 9.600 11.100 10.600
Utan vinnumarkaðar 45.200 43.700 43.900 42.100 40.400 41.400
Áætlaður mannfjöldi 224.600 223.900 224.100 222.000 223.300 223.900

Tafla 3.  Vinnumarkaður síðustu 6 mánuðir - Árstíðaleiðrétt leitni
   
  feb.12 mar.12 apr.12 maí.12 jún.12 júl.12
Alls 16-74 ára
Atvinnuþátttaka 79,9 80,2 80,6 81,1 81,4 81,6
Hlutfall starfandi 74,5 74,8 75,3 75,8 76,2 76,3
Atvinnuleysi 6,7 6,7 6,6 6,5 6,5 6,5
Vinnustundir 39,9 39,9 39,9 39,9 39,9 39,9
Vinnuafl 178.800 179.600 180.700 181.800 182.600 183.000
Starfandi 166.800 167.700 168.900 170.100 170.800 171.100
Atvinnulausir 12.000 11.900 11.800 11.800 11.800 11.900
Utan vinnumarkaðar 45.000 44.400 43.500 42.400 41.700 41.300
Áætlaður mannfjöldi 223.800 224.100 224.200 224.300 224.300 224.300

Talnaefni