Atvinnuleysi var 2,5% í júlí
Áætlað er að 212.900 manns á aldrinum 16–74 ára hafi að jafnaði verið á vinnumarkaði í júlí 2018, samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands, en það jafngildir 84,3% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 207.600 starfandi og 5.300 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 82,2% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 2,5%.
Samanburður mælinga fyrir júlí 2017 og 2018 sýnir að vinnuaflið jókst um 11.300 manns en hlutfall þess af mannfjölda hækkaði um 0,7 prósentustig. Fjöldi starfandi jókst um 8.100 manns en þrátt fyrir það þá lækkaði hlutfall þeirra af mannfjölda um 0,6 prósentustig.
Atvinnulausir í júlí 2018 mældust 3.200 fleiri en í sama máuði árið 2017. Hér ber að taka fram að í júlí 2017 voru óvenju fáir án atvinnu og í atvinnuleit samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar, eða 2.100 manns. Alls voru 39.700 utan vinnumarkaðar í júlí 2018 og stendur fjöldinn nánast í stað frá því í júlí 2017 þegar þeir voru 39.500.
Flæðirit — Vinnumarkaður 16–74 ára, júlí 2018
Samtala undirliða þarf ekki að koma heim við heildartölur vegna námundunar. Öryggisbil (95%), atvinnuleysi: Alls ±1,1; karlar ±1,2; konur ±1,9.
Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi var 3,7% í júlí 2018
Íslenskur vinnumarkaður sveiflast reglulega milli mánaða vegna árstíðabundinna þátta. Samkvæmt árstíðaleiðréttum tölum var fjöldi fólks á vinnumarkaði 206.400 í júlí 2018. Atvinnuþáttaka var því 81,9% í júlí, og jókst um 0,9 prósentustig frá því í júní. Áætlaður fjöldi atvinnulausra í júlí var samkvæmt árstíðaleiðréttingunni 7.700 eða 3,7%. Leiðrétt hlutfall starfandi fólks í júní 2018 var 78,8%, sem er 0,7 prósentustigum hærra en það var í júní. Eins og myndirnar hér að neðan sýna þá stendur leitni síðustu mánaða nánast í stað þrátt fyrir nokkrar sveiflur í mælingum á vinnuafli. Enn má því segja að íslenskar vinnuaflstölur séu nokkuð stöðugar.
Framkvæmd
Vinnumarkaðsrannsóknin í júlí 2018 nær til fjögurra vikna, frá 2. til og með 29. júlí. Í úrtak völdust af handahófi 1.549 einstaklingar á aldrinum 16–74 ára sem höfðu lögheimili á Íslandi. Þegar frá eru taldir þeir sem voru látnir eða reyndust búsettir erlendis var nettóúrtakið 1.521 einstaklingar. Alls fengust nothæf svör frá 1.001 einstaklingi og jafngildir það 65,8% svarhlutfalli.
Allar tölur hafa verið vegnar eftir kyni og aldri. Vikmörk mánaðarlegra niðurstaðna mælinga fyrir júní 2018 um atvinnuþátttöku eru ±2,2 prósentustig, hlutfall starfandi ±2,3 prósentustig og atvinnuleysi ±1,1 prósentustig. Allar fjöldatölur eru námundaðar að næsta hundraði. Tölur fyrir fyrstu tvo mánuði nýjasta ársfjórðungsins (júlí og ágúst) eru bráðabirgðatölur þar til ársfjórðungi lýkur.
Tafla 1. Vinnumarkaður í júlí — mæling | ||||||
Öryggisbil | Öryggisbil | Öryggisbil | ||||
2016 | (±95%) | 2017 | (±95%) | 2018 | (±95%) | |
Alls 16–74 ára | ||||||
Atvinnuþátttaka | 85,8 | 2 | 83,6 | 2,1 | 84,3 | 2,2 |
Hlutfall starfandi | 84,0 | 2,2 | 82,7 | 2,2 | 82,2 | 2,3 |
Atvinnuleysi | 2,0 | 1 | 1,0 | 1,3 | 2,5 | 1,3 |
Vinnustundir | 42,5 | 1,3 | 41,7 | 1,2 | 42,6 | 1,1 |
Vinnuafl | 202.000 | 4.800 | 201.600 | 5.000 | 212.900 | 5.400 |
Starfandi | 197.900 | 5.100 | 199.500 | 5.400 | 207.600 | 5.900 |
Atvinnulausir | 4.100 | 2.000 | 2.100 | 2.200 | 5.300 | 2.700 |
Utan vinnumarkaðar | 33.500 | 4.800 | 39.500 | 5.000 | 39.700 | 5.400 |
Áætlaður mannfjöldi | 235.500 | • | 241.100 | • | 252.600 | • |
Tafla 2. Vinnumarkaður síðustu 6 mánuði — árstíðaleiðrétting | ||||||
feb.18 | mar.18 | apr.18 | maí.18 | jún.18 | júl.18 | |
Alls 16–74 ára | ||||||
Atvinnuþátttaka | 80,9 | 82,2 | 82,3 | 81,0 | 80,9 | 81,9 |
Hlutfall starfandi | 78,9 | 80,4 | 79,3 | 79,7 | 78,1 | 78,8 |
Atvinnuleysi | 2,5 | 2,2 | 3,6 | 1,6 | 3,5 | 3,7 |
Vinnustundir | 39,3 | 40,0 | 40,6 | 38,7 | 39,5 | 40,0 |
Vinnuafl | 200.500 | 204.600 | 202.800 | 201.000 | 201.500 | 206.400 |
Starfandi | 195.500 | 200.200 | 195.500 | 197.700 | 194.400 | 198.700 |
Atvinnulausir | 5.000 | 4.500 | 7.300 | 3.300 | 7.100 | 7.700 |
Utan vinnumarkaðar | 47.200 | 44.500 | 43.600 | 47.100 | 47.400 | 45.700 |
Áætlaður mannfjöldi | 247.700 | 249.100 | 246.400 | 248.100 | 248.900 | 252.100 |
Tafla 3. Vinnumarkaður síðustu 6 mánuði — árstíðaleiðrétt leitni | ||||||
feb.18 | mar.18 | apr.18 | maí.18 | jún.18 | júl.18 | |
Alls 16–74 ára | ||||||
Atvinnuþátttaka | 82,1 | 82,1 | 82,0 | 82,0 | 81,9 | 81,9 |
Hlutfall starfandi | 79,8 | 79,8 | 79,8 | 79,7 | 79,7 | 79,7 |
Atvinnuleysi | 2,8 | 2,8 | 2,8 | 2,8 | 2,8 | 2,8 |
Vinnustundir | 39,9 | 39,9 | 39,9 | 39,9 | 39,9 | 39,9 |
Vinnuafl | 202.200 | 202.200 | 202.400 | 202.600 | 202.800 | 203.100 |
Starfandi | 196.600 | 196.600 | 196.800 | 197.000 | 197.200 | 197.500 |
Atvinnulausir | 5.600 | 5.600 | 5.600 | 5.600 | 5.600 | 5.600 |
Utan vinnumarkaðar | 44.200 | 44.200 | 44.300 | 44.500 | 44.700 | 44.800 |
Áætlaður mannfjöldi | 246.400 | 246.400 | 246.800 | 247.100 | 247.500 | 247.900 |
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1284 , netfang kannanir@hagstofa.isDeila
Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.-
Talnaefni
- Talnaefni
- Íbúar
- Samfélag
- Atvinnuvegir
- Efnahagur
- Umhverfi
-
Útgáfur
- Útgáfur
- Fréttasafn
-
Tilraunatölfræði
- Tilraunatölfræði
- Kortafærslur-tt
- Gistiskýrslur-tt
- Útflutningsverðmæti sjávarafurða - tt
- Dánir - tt
- Eldsneytissala - tt
- Vöruviðskipti við útlönd - tt
- Smitaðir af Covid-19 eftir aldursflokkum - tt
- Einkaneysla erlendra ferðamanna - tt
- Gjaldþrot og virkni fyrirtækja - tt
- Fyrsta eign einstaklinga - tt
- Staða ungmenna á Íslandi 2005-2018 - tt
- Losun frá hagkerfi Íslands - tt
- Áhrif kórónuveirufaraldursins á atvinnugreinar menningar - tt
- Hlutfallslegt misræmi menntunar - tt
- Staðgreiðsluskyldar greiðslur - tt
- Efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins - tt
- Heimilisstörf-tt
- Færnispá - tt
- Matarflæði um hagkerfi Íslands-tt
- Opinberir styrkir í menningu og skapandi greinum
- Mannfjöldaspá - tt
- Fatlað fólk á Íslandi - tt
- Tímarannsókn - tt
- Staðvirt útgjöld erlendra ferðamanna - tt
- Opið gagnaaðgengi
- Aðferðir og flokkun
- Greinar og erindi
- Ársskýrslur
- Spurt og svarað
- Leiðbeiningar
- Tölfræðikennsla
- Eldri útgáfur
-
Um Hagstofuna
- Um Hagstofuna
- Starfsmenn
- Laus störf
- Lög og reglur
- Persónuvernd
-
Stefnur Hagstofu Íslands
- Stefnur Hagstofu Íslands
- Gervigreindarstefna
- Gæða- og öryggisstefna Hagstofu Íslands
- Jafnlaunastefna Hagstofu Íslands
- Stefna Hagstofu Íslands um endurskoðun hagtalna
- Stefna Hagstofu Íslands um hindrun rekjanleika
- Stefna um samstarf í hagskýrslugerð
- Samskiptastefna Hagstofu Íslands
- Umhverfis- og loftslagsstefna Hagstofu Íslands
- Vefstefna
- Starfsáætlun
- Samstarf við notendur
- Þátttaka í rannsóknum
- Alþjóðlegt samstarf
- Þjónusta