Samkvæmt árstíðaleiðréttum tölum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar var fjöldi fólks á vinnumarkaði 209.900 í maí 2019. Árstíðaleiðrétt atvinnuþátttaka var 81,1%, sem er 1,3 prósentustigi lægra hlutfall en í apríl. Samkvæmt árstíðaleiðréttingu voru atvinnulausir 10.000 í maí, eða 4,7%, sem er einu og hálfu prósentustigi hærra en í apríl. Fyrir sama tímabil lækkaði leiðrétt hlutfall starfandi fólks um tvö og hálft prósentustig, eða í 77,2% fyrir maí 2019.
Þegar horft er til síðustu sex mánaða sýnir leitni að árstíðaleiðréttar tölur um atvinnuþátttöku standa í stað. Hlutfall starfandi lækkaði lítillega eða um 0,5 prósentustig um leið og atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig.
Samkvæmt óleiðréttum mælingum voru að jafnaði 210.200 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði í maí 2019. Það jafngildir 82,4% (±2,1) atvinnuþátttöku. Af vinnuaflinu reyndust 197.500 (±6.000) vera starfandi og 12.700 (±3.400) án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 77,4% (±2,3) og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 6,1% (±1,6).
Samanburður mælinga fyrir maí 2018 og 2019 sýnir að vinnuafli fjölgaði um 5.700 manns, á meðan hlutfall þess af mannfjölda lækkaði um 0,3 prósentustig. Starfandi fólki fækkaði um 800 og hlutfallið lækkaði um 2,3 prósentustig, frá því á sama tíma árið 2018. Atvinnulausir í maí 2019 voru um 6.500 manns fleiri en á sama tíma árið 2018 þegar þeir voru 6.200 eða 3,0% af vinnuaflinu. Alls voru 44.900 utan vinnumarkaðar í maí 2019 en höfðu verið 42.700 í maí 2018.
Allar fjöldatölur eru námundaðar að næsta hundraði. Tölur fyrir maí 2019 eru bráðabirgðatölur þar til öðrum ársfjórðungi lýkur.
Flæðirit — Vinnumarkaður 16–74 ára, maí 2019 – Mæling Samtala undirliða þarf ekki að koma heim við heildartölur vegna námundunar. Öryggisbil (95%), atvinnuleysi: Alls ±1,6; karlar ±2,5; konur ±2,0
Tafla 1. Vinnumarkaður í maí — mæling | ||||||
Öryggisbil | Öryggisbil | Öryggisbil | ||||
2017 | (±95%) | 2018 | (±95%) | 2019 | (±95%) | |
Alls 16–74 ára | ||||||
Atvinnuþátttaka | 84,7 | 2,4 | 82,7 | 2 | 82,4 | 2,1 |
Hlutfall starfandi | 80,4 | 2,7 | 80,2 | 2,2 | 77,4 | 2,3 |
Atvinnuleysi | 5,1 | 1,8 | 3,0 | 1,2 | 6,1 | 1,6 |
Vinnustundir | 41,9 | 1,4 | 39,7 | 1,2 | 40,7 | 1 |
Vinnuafl | 203.300 | 5.700 | 204.500 | 5.000 | 210.200 | 5.200 |
Starfandi | 193.000 | 6.500 | 198.300 | 5.400 | 197.500 | 6.000 |
Atvinnulausir | 10.300 | 3.800 | 6.200 | 2.600 | 12.700 | 3.400 |
Utan vinnumarkaðar | 36.600 | 5.700 | 42.700 | 5.000 | 44.900 | 5.200 |
Áætlaður mannfjöldi | 239.900 | • | 247.200 | • | 255.100 | • |
Tafla 2. Vinnumarkaður síðustu 6 mánuði — árstíðaleiðrétting | ||||||
des.18 | jan.19 | feb.19 | mar.19 | apr.19 | maí.19 | |
Alls 16–74 ára | ||||||
Atvinnuþátttaka | 80,9 | 82,5 | 80,8 | 82,7 | 82,4 | 81,1 |
Hlutfall starfandi | 79,5 | 80,1 | 78,1 | 80,1 | 79,8 | 77,2 |
Atvinnuleysi | 1,7 | 2,9 | 3,3 | 3,1 | 3,2 | 4,7 |
Vinnustundir | 38,9 | 40,1 | 39,2 | 39,4 | 40,0 | 39,6 |
Vinnuafl | 204.600 | 208.100 | 207.100 | 209.600 | 209.100 | 209.900 |
Starfandi | 201.200 | 202.000 | 200.200 | 203.100 | 202.400 | 200.000 |
Atvinnulausir | 3.400 | 6.100 | 6.900 | 6.500 | 6.700 | 10.000 |
Utan vinnumarkaðar | 48.400 | 44.200 | 49.300 | 43.900 | 44.700 | 49.000 |
Áætlaður mannfjöldi | 253.000 | 252.300 | 256.300 | 253.500 | 253.800 | 258.900 |
Tafla 3. Vinnumarkaður síðustu 6 mánuði — árstíðaleiðrétt leitni | ||||||
des.18 | jan.19 | feb.19 | mar.19 | apr.19 | maí.19 | |
Alls 16–74 ára | ||||||
Atvinnuþátttaka | 81,8 | 81,9 | 81,9 | 81,9 | 81,9 | 81,9 |
Hlutfall starfandi | 79,5 | 79,4 | 79,3 | 79,2 | 79,1 | 79,0 |
Atvinnuleysi | 2,9 | 3,0 | 3,1 | 3,2 | 3,4 | 3,5 |
Vinnustundir | 39,3 | 39,4 | 39,5 | 39,6 | 39,6 | 39,6 |
Vinnuafl | 207.500 | 208.000 | 208.200 | 208.200 | 208.100 | 208.000 |
Starfandi | 201.500 | 201.800 | 201.700 | 201.400 | 201.100 | 200.800 |
Atvinnulausir | 5.900 | 6.200 | 6.500 | 6.800 | 7.000 | 7.300 |
Utan vinnumarkaðar | 46.100 | 46.100 | 46.100 | 46.100 | 46.100 | 46.100 |
Áætlaður mannfjöldi | 253.600 | 254.100 | 254.300 | 254.300 | 254.200 | 254.100 |
Um gögnin
Vinnumarkaðsrannsóknin í maí 2019 nær til fimm vikna, frá 29. apríl til og með 2. júní 2019. Í úrtak völdust af handahófi 1.917 einstaklingar á aldrinum 16–74 ára sem höfðu lögheimili á Íslandi. Þegar frá eru taldir þeir sem voru látnir eða reyndust búsettir erlendis var nettóúrtakið 1.867 einstaklingar. Alls fengust nothæf svör frá 1.173 einstaklingum og jafngildir það 62,8% svarhlutfalli.