Atvinnuleysi 7,5%
Samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru í mars 2012 að jafnaði 177.400 manns á vinnumarkaði. Af þeim voru 164.100 starfandi og 13.300 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka mældist 79,4%, hlutfall starfandi 73,4% og atvinnuleysi var 7,5%. Atvinnuleysi stendur nánast í stað frá mars 2011 en þá mældust atvinnulausir 13.400 eða 7,6% vinnuaflsins. Lítil breyting var einnig á fjölda starfandi fólks frá því í mars 2011 en hlutfall starfandi lækkaði um 0,1 prósentustig úr 73,6%. Meðalfjöldi vinnustunda var 40,2 klst. hjá þeim sem voru við vinnu í viðmiðunarvikunni en voru 39,4 klst. í mars 2011.

Árstíðaleiðrétting
Leitni atvinnuleysis leiðir í ljós að sl. 12 mánuði hefur atvinnulausum fækkað tiltölulega jafnt eða um 1.300 manns yfir tímabilið eða 0,7 prósentustig. Árstíðaleiðréttur fjöldi atvinnulausra í mars 2012 var 13.500 eða 7,5% en var 12.800 eða 7,1% í febrúar. Fjöldi starfandi var 167.800 í mars 2012 eða 74,6%  en var 168.100 í febrúar eða 74,4%. Samkvæmt árstíðaleiðréttingu voru heildarvinnustundir í mars 40,2 klst. á viku en voru 40 klst. í febrúar 2012.  
Framkvæmd
Mars 2012 nær til fimm vikna, frá 27. febrúar til 1. apríl. Úrtakið í mars var 1.516 manns á aldrinum 16–74 ára sem valdir voru af handahófi úr þjóðskrá. Þegar frá eru taldir þeir sem voru látnir eða búsettir erlendis reyndist nettóúrtakið 1.470 einstaklingur. Alls fengust nothæf svör frá 1.237 einstaklingum sem jafngildir 84,1% af endanlegri svörun. Allar tölur hafa verið vegnar eftir kyni og aldri. Vikmörk mánaðarlegra niðurstaðna um atvinnuþátttöku eru ±2,2%, atvinnuleysi ±1,6% og vinnutíma ±1,1 klukkustundir.

Talnaefni