Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru að jafnaði 201.100 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði í október 2017, sem jafngildir 82% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 193.800 starfandi og 7.200 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 79% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 3,6%.
Samanburður mælinga fyrir október 2016 og 2017 sýna að atvinnuþátttaka fólks stendur í stað. Þó að starfandi fólki hafi fjölgað um 4.900 lækkaði hlutfall þeirra af mannfjölda um 0,8 prósentustig. Atvinnulausir eru um 2.000 fleiri en á sama tíma árið 2016 og hlutfall þeirra jókst um 0,9 prósentustig. Alls voru 44.300 utan vinnumarkaður og fjölgaði þeim um 1.700 manns frá því í október 2016 en þá voru þeir 42.600.
Flæðirit — Vinnumarkaður 16–74 ára október 2017
Samtala undirliða þarf ekki að koma heim við heildartölur vegna námundunar.
Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi 3,6% í október
Íslenskur vinnumarkaður sveiflast reglulega milli mánaða vegna árstíðabundinna þátta. Samkvæmt árstíðaleiðréttum tölum var fjöldi fólks á vinnumarkaði 203.200 í október 2017 sem jafngildir 82,8% atvinnuþátttöku, en það er aukning um 1,7 prósentustig frá september 2017. Áætlaður fjöldi atvinnulausra í október var samkvæmt árstíðaleiðréttingunni 7.300 og fjölgaði um 800 manns frá áætluðum fjölda í september. Hlutfall atvinnulausra hækkaði því á milli september og október 2017 um 0,3 prósentustig, úr 3,3% í 3,6%. Leiðrétt hlutfall starfandi fólks í október 2017 var 79,8%, sem er 1,4 stigum hærra en það var í september. Áætlaður fjöldi utan vinnumarkaðar minnkaði á milli mánaða úr 46.300 í 42.300, eða um 4.000 manns. Þegar horft er til síðustu sex mánaða sýnir leitni vinnuaflstalna að atvinnuþátttaka hefur dregist saman um 0,2 prósentustig og hlutfall starfandi lækkað um 0,6 prósentustig. Atvinnuleysi hefur hins vegar aukist um 0,5 prósentustig.
Framkvæmd
Október 2017 nær til fjögurra vikna, eða frá 2. til 29. október. Í úrtaki vinnumarkaðsrannsóknarinnar voru 1.211 einstaklingar á aldrinum 16–74 ára sem valdir voru af handahófi úr þjóðskrá. Þegar frá eru taldir þeir sem voru látnir eða búsettir erlendis reyndist nettóúrtakið 1.181 einstaklingur. Alls fengust nothæf svör frá 787 einstaklingum sem jafngildir 66,6% af endanlegri svörun. Allar tölur hafa verið vegnar eftir kyni og aldri. Vikmörk mánaðarlegra niðurstaðna fyrir október 2017 um atvinnuþátttöku eru ±2,6 prósentustig, hlutfall starfandi ±2,8 prósentustig og atvinnuleysi ±1,6 prósentustig. Allar fjöldatölur eru námundaðar að næsta hundraði. Tölur fyrir fyrstu tvo mánuði nýjasta ársfjórðungsins eru bráðabirgðatölur þar til ársfjórðungi lýkur.
Tafla 1. Vinnumarkaður í október — mæling | ||||||
Öryggisbil | Öryggisbil | Öryggisbil | ||||
2015 | (±95%) | 2016 | (±95%) | 2017 | (±95%) | |
Alls 16–74 ára | ||||||
Atvinnuþátttaka | 80,7 | 2,3 | 82,0 | 2,5 | 82,0 | 2,6 |
Hlutfall starfandi | 77,7 | 2,4 | 79,8 | 2,6 | 79,0 | 2,8 |
Atvinnuleysi | 3,8 | 1,3 | 2,7 | 1,6 | 3,6 | 1,6 |
Vinnustundir | 40,9 | 1,2 | 40,2 | 1,3 | 40,1 | 1,3 |
Vinnuafl | 186.500 | 5.300 | 194.100 | 5.900 | 201.100 | 6.400 |
Starfandi | 179.300 | 5.600 | 188.900 | 6.200 | 193.800 | 7.000 |
Atvinnulausir | 7.100 | 2.400 | 5.200 | 2.400 | 7.200 | 3.200 |
Utan vinnumarkaðar | 44.500 | 5.300 | 42.600 | 5.900 | 44.300 | 6.400 |
Áætlaður mannfjöldi | 230.900 | • | 236.600 | • | 245.300 | • |
Tafla 2. Vinnumarkaður síðustu 6 mánuði — árstíðaleiðrétting | ||||||
maí.17 | jún.17 | júl.17 | ágú.17 | sep.17 | okt.17 | |
Alls 16–74 ára | ||||||
Atvinnuþátttaka | 83,2 | 82,9 | 81,4 | 81,9 | 81,1 | 82,8 |
Hlutfall starfandi | 80,5 | 80,8 | 79,9 | 79,6 | 78,4 | 79,8 |
Atvinnuleysi | 3,2 | 2,5 | 1,9 | 2,8 | 3,3 | 3,6 |
Vinnustundir | 40,3 | 39,9 | 39,3 | 39,6 | 39,4 | 39,9 |
Vinnuafl | 199.000 | 198.100 | 194.500 | 196.600 | 198.300 | 203.200 |
Starfandi | 192.700 | 193.000 | 190.900 | 191.100 | 191.800 | 195.900 |
Atvinnulausir | 6.400 | 5.000 | 3.600 | 5.500 | 6.500 | 7.300 |
Utan vinnumarkaðar | 40.200 | 40.800 | 44.300 | 43.500 | 46.300 | 42.300 |
Áætlaður mannfjöldi | 239.300 | 238.900 | 238.900 | 240.200 | 244.600 | 245.500 |
Tafla 3. Vinnumarkaður síðustu 6 mánuði — árstíðaleiðrétt leitni | ||||||
maí.17 | jún.17 | júl.17 | ágú.17 | sep.17 | okt.17 | |
Alls 16–74 ára | ||||||
Atvinnuþátttaka | 83,0 | 82,8 | 82,7 | 82,7 | 82,7 | 82,7 |
Hlutfall starfandi | 80,6 | 80,4 | 80,2 | 80,1 | 80,0 | 79,9 |
Atvinnuleysi | 2,9 | 2,9 | 3,0 | 3,1 | 3,3 | 3,4 |
Vinnustundir | 40,0 | 39,9 | 39,7 | 39,7 | 39,6 | 39,6 |
Vinnuafl | 199.200 | 198.900 | 199.100 | 199.500 | 200.000 | 200.400 |
Starfandi | 193.500 | 193.100 | 193.100 | 193.300 | 193.500 | 193.700 |
Atvinnulausir | 5.700 | 5.900 | 6.000 | 6.200 | 6.500 | 6.700 |
Utan vinnumarkaðar | 40.900 | 41.400 | 41.600 | 41.800 | 41.900 | 41.800 |
Áætlaður mannfjöldi | 240.200 | 240.300 | 240.700 | 241.300 | 241.900 | 242.300 |