Samkvæmt árstíðaleiðréttum tölum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar voru atvinnulausir 7.100 í september, eða 3,7%, af vinnuaflinu, sem er 0,7 prósentustigum lægra en í ágúst. Árstíðaleiðrétt atvinnuþátttaka var 81,5%, sem er um 1,4 prósentustigum hærri atvinnuþáttaka en í ágúst, en árstíðarleiðrétt hlutfall starfandi fólks var 77,6%.

Þegar horft er til síðustu sex mánaða, sýnir árstíðarleiðrétt leitni að tölur um atvinnuþátttöku hafa verið nokkuð stöðugar þótt þær hafi lækkað um lítillega, eða um 1,0 prósentustig, aðallega á seinustu tveimur mánuðum. Meiri breytingar má sjá á hlutfalli starfandi, sem lækkað hefur um 1,5 prósentustig á síðustu sex mánuðum. Árstíðarleiðrétt leitni atvinnuleysis er einnig nokkuð stöðug, þótt hún hafi stigið lítillega á tímabilinu apríl til september, eða um 0,3 prósentustig.

Samkvæmt óleiðréttum mælingum er áætlað að um 206.500 manns á aldrinum 16–74 ára hafi að jafnaði verið á vinnumarkaði í september 2019. Það jafngildir 80,3% (±2,2) atvinnuþátttöku. Af vinnuaflinu reyndust 199.900 (±4.200) vera starfandi og 6.700 (±800) án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 77,7% (±2,4) og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 3,2% (±1,0). Óleiðréttar mælingar benda þannig til þess að þótt hlutfall starfandi af mannfjölda hafi lækkað um 1,9 prósentustig frá því í september 2018, hafi fjöldi starfandi aukist lítillega, eða um 400.

Samanburður óleiðréttra mælinga fyrir september 2018 og 2019 bendir einnig til þess að vinnuaflið hafi aukist um 3.900 manns þó að hlutfall þess af mannfjölda hafi dregist saman um 0,5 prósentustig. Þá eru fleiri áætlaðir utan vinnumarkaðar í september 2019, eða um 50.700 (±2.100), samanborið við 48.100 í september árið á undan. Þá sýna óleiðréttar mælingar hækkun á hlutfalli atvinnulausra milli ára um 1,7 prósentustig, eða frá 1,5% í september í fyrra. Rétt er þó að benda á að óleiðrétt mæling á atvinnuleysi var óvenju lág í september 2018.

Allar fjöldatölur eru námundaðar að næsta hundraði.

Flæðirit — Vinnumarkaður 16–74 ára, september 2019 – Óleiðrétt mæling

Flæðirit — Vinnumarkaður 16–74 ára, september 2019 – Óleiðrétt mæling Samtala undirliða þarf ekki að koma heim við heildartölur vegna námundunar. Öryggisbil (95%), atvinnuleysi: Alls ±1,0; karlar ±2,7; konur ±5,2

Mynd 1. Mánaðarlegt atvinnuleysi 16-74 ára. Mynd 2. Mánaðarlegt hlutfall starfandi 16-74 ára. Mynd 3. Mánaðarlegt hlutfall utan vinnumarkaðar 16-74 ára. Mynd 4. Mánaðarlegt atvinnuleysi ungs fólks 16-24 ára.

Tafla 1. Vinnumarkaður í september — mæling
Öryggisbil Öryggisbil Öryggisbil
 2017 (±95%)2018 (±95%)2019 (±95%)
Alls 16–74 ára
Atvinnuþátttaka 79,6 2,7 80,8 2,4 80,3 2,2
Hlutfall starfandi 77,2 2,9 79,6 2,5 77,7 2,4
Atvinnuleysi 3,0 0,9 1,5 0,9 3,2 1,0
Vinnustundir 39,5 1,3 38,8 1,1 40,9 1,6
Vinnuafl 193.500 6.700 202.600 6.000 206.500 3.900
Starfandi 187.700 7.000 199.500 6.200 199.900 4.200
Atvinnulausir 5.900 2.700 3.100 1.900 6.700 800
Utan vinnumarkaðar 49.700 6.700 48.100 6.000 50.700 2.100
Áætlaður mannfjöldi 243.200 250.800 257.300
Tafla 2. Vinnumarkaður síðustu 6 mánuði — árstíðaleiðrétting
 apr.19maí.19jún.19júl.19ágú.19sep.19
Alls 16–74 ára
Atvinnuþátttaka 82,0 80,5 81,4 81,2 80,0 81,5
Hlutfall starfandi 79,3 76,7 78,7 78,7 76,9 77,6
Atvinnuleysi 3,3 4,8 3,3 3,1 4,4 3,7
Vinnustundir 40,1 39,5 39,0 38,9 39,6 40,7
Vinnuafl 209.500 210.000 207.500 207.800 205.000 207.800
Starfandi 202.600 200.000 200.700 201.300 195.500 199.200
Atvinnulausir 6.900 10.000 6.800 6.500 8.500 7.100
Utan vinnumarkaðar 45.900 50.700 47.500 48.100 52.300 49.500
Áætlaður mannfjöldi 255.400 260.800 255.000 255.900 256.800 257.200
Tafla 3. Vinnumarkaður síðustu 6 mánuði — árstíðaleiðrétt leitni
 apr.19maí.19jún.19júl.19ágú.19sep.19
Alls 16–74 ára
Atvinnuþátttaka 81,6 81,5 81,4 81,4 80,3 80,7
Hlutfall starfandi 78,9 78,8 78,7 78,6 77,3 77,4
Atvinnuleysi 3,3 3,4 3,4 3,4 3,5 3,6
Vinnustundir 39,5 39,4 39,3 39,2 39,9 39,7
Vinnuafl 208.500 208.300 208.100 208.000 207.600 208.200
Starfandi 201.500 201.200 201.000 200.900 198.900 201.000
Atvinnulausir 7.000 7.100 7.100 7.000 7.100 7.100
Utan vinnumarkaðar 46.900 47.200 47.400 47.600 49.800 48.400
Áætlaður mannfjöldi 255.400 255.500 255.500 255.600 256.800 257.300

Um gögnin
Vinnumarkaðsrannsóknin í september 2019 nær til fjögurra vikna, frá 1.september til 30. september 2019. Í úrtak völdust af handahófi 1.543 einstaklingar á aldrinum 16–74 ára sem höfðu lögheimili á Íslandi. Þegar frá eru taldir þeir sem voru látnir, eða reyndust búsettir erlendis, var nettóúrtakið 1.510 einstaklingar. Alls fengust nothæf svör frá 932 einstaklingum og jafngildir það 61,7% svarhlutfalli. Áætlaðar tölur fyrir september eru bráðabrigðatölur þar til ársfjórðungstölur hafa verðið birtar (sjá birtingaráætlun).

Talnaefni