Áætlað er að 208.500 (±6.100) einstaklingar á aldrinum 16-74 ára hafi að jafnaði verið á vinnumarkaði í ágúst 2020 samkvæmt mælingu vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofu Íslands en það jafngildir 81,1% (±2,4) atvinnuþátttöku. Af vinnuaflinu er áætlað að 195.900 (±5.600) hafi verið starfandi en 12.400 (±2.900) án atvinnu og í atvinnuleit. Áætlað hlutfall starfandi af mannfjölda var 76,2% (±2,8) og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli 6,0% (±1,4).

Þegar mælingar ágústmánaðar 2020 eru bornar saman við ágústmælingar síðustu tveggja ára sýnir samanburður við ágúst 2019 að atvinnuþátttaka hefur aukist um 1,9 prósentustig milli ára um leið og atvinnuleysi hefur aukist um 1,6 prósentustig. Meðalfjöldi vinnustunda í ágúst 2020 var 39,5 stundir sem er 2 stundum lægra en í ágúst 2019. Hlutfall utan vinnumarkaðar var 18,9% í ágúst 2020 sem 1,8 prósentustigi lægra en í ágúst 2019. Borið saman við ágúst 2018 hefur hlutfall starfandi dregist saman um 4,1 prósentustig og hlutfall atvinnulausra aukist um 3,5 prósentustig ásamt því að meðalfjöldi vinnustunda hefur lækkað úr 41,9 stundum í ágúst 2018 í 39,5 stundir nú í ágúst 2020. Hlutfall utan vinnumarkaðar er 1,2 prósentustigi hærra en í ágúst 2018.

Samkvæmt árstíðarleiðréttum tölum voru 12.400 einstaklingar atvinnulausir í ágúst 2020 eða um 6% af vinnuaflinu. Árstíðarleiðrétt atvinnuþátttaka var 80,8% og árstíðarleiðrétt hlutfall starfandi 76,3%. Árstíðarleiðrétt atvinnuþátttaka jókst um 0,9 prósentustig og hlutfall starfandi um 0,6 prósentustig samanborið við júlí 2020. Árstíðarleiðrétt avinnuleysi dróst saman um 0,4 prósentustig milli mánaða og árstíðarleiðréttt meðaltal unnina vinnustunda lækkaði um 0,6 stundir.

Síðustu 6 mánuði hefur leitni árstíðarleiðréttingar á hlutfalli starfandi fólks hækkað úr 77,0% í mars 2020 í 77,7% nú í ágúst. Leitni hlutfalls atvinnulausra hækkaði um 1,6 prósentustig, úr 3,6% í mars í 5,2% nú í ágúst, ásamt því að vinnustundir drógust saman um 1,4 stundir.

Allar fjöldatölur eru vigtaðar eftir aldri og kyni og námundaðar að næsta hundraði.

Flæðirit. Vinnumarkaður 16–74 ára – Mæling ágúst 2020

Tafla 1. Vinnumarkaður í ágúst — óleiðrétt mæling
Öryggisbil Öryggisbil Öryggisbil
 2018 (±95%)2019 (±95%)2020 (±95%)
Alls 16–74 ára
Atvinnuþátttaka 82,3 2,2 79,2 2,5 81,1 2,4
Hlutfall starfandi 80,3 2,4 75,7 2,4 76,2 2,8
Atvinnuleysi 2,5 0,9 4,4 1,1 6,0 1,4
Vinnustundir 41,9 1,1 41,5 1,5 39,5 1,1
Vinnuafl 206.700 5.300 204.900 6.300 208.500 6.100
Starfandi 201.600 4.700 195.900 4.700 195.900 5.600
Atvinnulausir 5.100 1.800 9.000 2.300 12.400 2.900
Utan vinnumarkaðar 44.400 4.900 53.600 5.500 48.600 5.900
Áætlaður mannfjöldi 251.000 258.600 256.900

Tafla 2. Vinnumarkaður síðustu 6 mánuði — árstíðaleiðrétting
 mar.20apr.20maí.20jún.20júl.20ágú.20
Alls 16–74 ára
Atvinnuþátttaka 79,0 75,4 79,5 80,179,980,8
Hlutfall starfandi 76,9 70,2 72,8 75,575,776,3
Atvinnuleysi 3,3 5,3 5,9 4,16,46,0
Vinnustundir 38,4 37,3 36,7 36,938,738,1
Vinnuafl 208.300 195.400 203.700 209.400208.400208.900
Starfandi 202.200 183.200 190.500 197.900194.800196.000
Atvinnulausir 5.900 11.300 14.300 8.30012.60012.400
Utan vinnumarkaðar 53.300 61.700 55.400 53.70050.90050.100
Áætlaður mannfjöldi 261.800 258.500 259.500 262.100260.100258.700

Tafla 3. Vinnumarkaður síðustu 6 mánuði — árstíðaleiðrétt leitni
 mar.20apr.20maí.20jún.20júl.20ágú.20
Alls 16–74 ára
Atvinnuþátttaka 80,1 80,1 79,9 79,979,880,3
Hlutfall starfandi 77,0 77,0 77,2 78,277,877,7
Atvinnuleysi 3,6 4,1 4,5 4,54,85,2
Vinnustundir 39,5 37,5 37,3 36,837,938,1
Vinnuafl 209.000 206.900 207.100 208.400208.300209.100
Starfandi 202.000 198.500 196.300 199.300199.800198.600
Atvinnulausir 7.500 8.500 9.200 9.0009.50010.300
Utan vinnumarkaðar 52.200 56.400 56.700 55.00052.40050.600
Áætlaður mannfjöldi 261.800 260.600 259.900 262.000260.900259.800

Um gögnin
Í vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands teljast þeir atvinnulausir sem voru án atvinnu í viðmiðunarviku rannsóknarinnar, þ.e. höfðu hvorki atvinnu né voru í vinnu (í eina klukkustund eða lengur) sem launþegi eða sjálfstætt starfandi, eru að leita að vinnu og geta hafið störf innan tveggja vikna eða hafa fengið starf sem hefst innan 3 mánaða. Einstaklingar sem eru ekki í vinnu en eru í námi flokkast sem atvinnulausir ef þeir uppfylla skilyrðin hér að framan.

Niðurstöður vinnumarkaðsrannsóknar fyrir ágúst 2020 ná til fjögurra vikna eða frá 3. til 31. ágúst . Í úrtak völdust af handahófi 1.539 einstaklingar á aldrinum 16-74 ára sem höfðu lögheimili á Íslandi. Þegar frá eru taldir þeir sem voru látnir eða búsettir erlendis var nettóúrtakið 1.495 einstaklingar. Alls fengust nothæf svör frá 963 einstaklingum sem jafngildir 64,4% svarhlutfalli.

Talnaefni