Samkvæmt óleiðréttri mælingu vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar er áætlað að um 195.000 (± 6.300) manns á aldrinum 16–74 ára hafi að jafnaði verið á vinnumarkaði í apríl 2020, sem jafngildir 75,8% (±2,4) atvinnuþátttöku. Af vinnuaflinu er áætlað að um 181.200 (±4.600) manns hafi verið starfandi, en 13.700 (±2.800) án vinnu og í atvinnuleit. Áætlað hlutfall starfandi af mannfjölda var 70,5% (±2,5) á meðan óleiðrétt atvinnuleysi mældist 7,0% (±1,4).
Þá hafa óleiðréttar unnar vinnustundir aldrei mælst færri í sögu samfelldrar vinnumarkaðsrannsóknar frá 2003 eða um 34,8 stundir. Hið sama á við um mælingar á atvinnuþátttöku og hlutfalli starfandi sem hafa aldrei verið lægri síðan 2003.
Þegar á heildina er litið eru áhrif Covid-19 á íslenskan vinnumarkað því greinileg í apríl. Óleiðréttar mælingar benda til þess að fjöldi utan vinnumarkaðar hafi aukist í apríl um leið og atvinnuleysi jókst og unnum stundum fækkaði. Samanburður við apríl 2019 leiðir í ljós að atvinnuleysi hefur aukist um 3 prósentustig milli ára en hlutfall starfandi lækkað um 8,8 prósentustig og atvinnuþátttaka um 6,8 prósentustig.
Fjöldi atvinnulausra í apríl var um 11.300 samkvæmt árstíðaleiðréttum tölum eða 5,3% af vinnuaflinu. Árstíðarleiðrétt atvinnuþátttaka var 75,4% á meðan árstíðarleiðrétt hlutfall starfandi var 70,2%. Árstíðarleiðrétt atvinnuþátttaka hefur lækkað um 5,1 prósentustig síðustu 6 mánuði en hlutfall starfandi dregist saman um 7,2 prósentustig.
Árstíðarleiðrétt leitni atvinnuleysis síðustu 6 mánaða hækkaði úr 3,7% í nóvember í 4,1% í apríl um leið og leitni hlutfalls starfandi um lækkaði um 0,7 prósentustig og atvinnuþátttaka um 0,6 prósentustig.
Rétt er að benda á að árstíðarleiðréttar tölur geta verið ónákvæmar vegna fordæmalausra aðstæðna á íslenskum vinnumarkaði vorið 2020. Árstíðarleiðréttar tölur gera ráð fyrir almennum árstíðarbundnum sveiflum á íslenskum vinnumarkaði, til dæmis auknum fjölda atvinnulausra að vori þegar námsmenn hefja leit að sumarvinnu. Ljóst er að vorið 2020 duga slíkar leiðréttingar skammt þar sem óvæntir og einstakir atburðir hafa haft áhrif á atvinnustöðu fólks. Því er mikilvægt að horfa frekar til óleiðréttra mælinga við mat á skammtímaáhrifum.
Allar fjöldatölur eru vigtaðar eftir aldri og kyni og námundaðar að næsta hundraði.
Tafla 1. Vinnumarkaður í apríl — óleiðrétt mæling | ||||||
Öryggisbil | Öryggisbil | Öryggisbil | ||||
2018 | (±95%) | 2019 | (±95%) | 2020 | (±95%) | |
Alls 16–74 ára | ||||||
Atvinnuþátttaka | 82,1 | 2,5 | 82,6 | 2,4 | 75,8 | 2,4 |
Hlutfall starfandi | 78,3 | 2,7 | 79,3 | 2,6 | 70,5 | 2,5 |
Atvinnuleysi | 4,6 | 1,3 | 4,0 | 1,1 | 7,0 | 1,4 |
Vinnustundir | 40 | 1,2 | 37,4 | 1,3 | 34,8 | 1,1 |
Vinnuafl | 202.100 | 6.200 | 212.100 | 6.200 | 195.000 | 6.300 |
Starfandi | 192.700 | 5.200 | 203.500 | 5.400 | 181.200 | 4.600 |
Atvinnulausir | 9.400 | 2.700 | 8.600 | 2.400 | 13.700 | 2.800 |
Utan vinnumarkaðar | 44.100 | 5.900 | 44.700 | 6.200 | 62.200 | 6.200 |
Áætlaður mannfjöldi | 246.200 | • | 256.700 | • | 257.200 | • |
Tafla 2. Vinnumarkaður síðustu 6 mánuði — árstíðaleiðrétting | ||||||
nóv.19 | des.19 | jan.20 | feb.20 | mar.20 | apr.20 | |
Alls 16–74 ára | ||||||
Atvinnuþátttaka | 80,5 | 80,7 | 81,0 | 80,4 | 79,0 | 75,4 |
Hlutfall starfandi | 77,4 | 77,6 | 78,0 | 77,5 | 76,9 | 70,2 |
Atvinnuleysi | 4,1 | 3,9 | 3,4 | 5,0 | 3,3 | 5,3 |
Vinnustundir | 40,3 | 39,9 | 39,6 | 39,4 | 38,4 | 37,3 |
Vinnuafl | 205.800 | 209.100 | 208.700 | 208.500 | 208.300 | 195.400 |
Starfandi | 198.200 | 202.200 | 202.700 | 199.600 | 202.200 | 183.200 |
Atvinnulausir | 7.100 | 7.300 | 7.000 | 10.300 | 5.900 | 11.300 |
Utan vinnumarkaðar | 52.600 | 49.700 | 50.400 | 51.000 | 53.300 | 61.700 |
Áætlaður mannfjöldi | 258.400 | 258.900 | 259.100 | 259.600 | 261.800 | 258.500 |
Tafla 3. Vinnumarkaður síðustu 6 mánuði — árstíðaleiðrétt leitni | ||||||
nóv.19 | des.19 | jan.20 | feb.20 | mar.20 | apr.20 | |
Alls 16–74 ára | ||||||
Atvinnuþátttaka | 80,7 | 80,7 | 80,9 | 81,1 | 81,1 | 80,1 |
Hlutfall starfandi | 77,7 | 77,6 | 77,9 | 77,6 | 77,6 | 77,0 |
Atvinnuleysi | 3,7 | 3,8 | 3,7 | 4,0 | 4,0 | 4,1 |
Vinnustundir | 40,2 | 40,1 | 40,0 | 39,8 | 39,8 | 37,5 |
Vinnuafl | 208.600 | 208.900 | 209.400 | 209.300 | 209.300 | 206.900 |
Starfandi | 201.100 | 201.200 | 202.600 | 201.000 | 201.000 | 198.500 |
Atvinnulausir | 7.300 | 7.200 | 7.300 | 8.100 | 8.100 | 8.500 |
Utan vinnumarkaðar | 49.700 | 49.800 | 49.700 | 50.300 | 50.300 | 56.400 |
Áætlaður mannfjöldi | 258.400 | 258.900 | 259.200 | 259.600 | 259.600 | 260.600 |
Um gögnin
Niðurstöður vinnumarkaðsrannsóknar fyrir apríl 2020 ná til 5 vikna, frá 30. mars til og með 3. maí 2020. Í úrtak völdust af handahófi 1.896 einstaklingar á aldrinum 16–74 ára sem höfðu lögheimili á Íslandi. Þegar frá eru taldir þeir sem voru látnir, eða reyndust búsettir erlendis, var nettóúrtakið 1.852 einstaklingar. Alls fengust nothæf svör frá 1.215 einstaklingum og jafngildir það 65,6% svarhlutfalli.