TALNAEFNI VINNUMARKAÐUR 26. MARS 2025

Í febrúar 2025 voru 12.900 atvinnulausir samkvæmt árstíðaleiðréttum niðurstöðum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofu Íslands, þar af 5.800 karlar og 7.100 konur.

Árstíðaleiðrétt hlutfall atvinnulausra var 5,5% og jókst hlutfallið um 0,6 prósentustig á milli mánaða. Hlutfall starfandi var 76,0% og atvinnuþátttaka 80,4%. Árstíðaleiðrétt hlutfall starfandi dróst saman um 1,4 prósentustig á milli mánaða og atvinnuþátttaka dróst saman um 1,0 prósentustig.

Áætlað er að 30.600 einstaklingar hafi haft óuppfyllta þörf fyrir atvinnu (slaki) sem jafngildir 12,8% af samanlögðu vinnuafli og mögulegu vinnuafli. Slaki á vinnumarkaði jókst um 1,2 prósentustig á milli mánaða.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1037 , netfang kannanir@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.