Áætlað er að 213.700 (±5.300) einstaklingar á aldrinum 16-74 ára hafi að jafnaði verið á vinnumarkaði í júlí 2020 samkvæmt mælingu vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofu Íslands en það jafngildir 82,2% (±2,0) atvinnuþátttöku. Af vinnuaflinu er áætlað að 202.600 (±4.600) hafi verið starfandi en 10.900 (±2.600) án atvinnu og í atvinnuleit. Áætlað hlutfall starfandi af mannfjölda var 78,0% (±2,3) og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli 5,1% (±1,2).
Samanburður við júlí 2019 sýnir að hlutfall atvinnulausra hefur aukist um 2,3 prósentustig og hlutfall starfandi hefur dregist saman um 2,8 prósentustig á milli ára. Hlutfall starfandi á aldrinum 16-24 ára í júlí 2020 var 84,6% og hlutfall atvinnulausra var 4,9%. Hlutfall starfandi í hópi 16-24 ára hefur dregist saman um 3,4 prósentustig frá júlí 2019 og hlutfall atvinnulausra um 0,6 prósentustig.
Samkvæmt árstíðarleiðréttum tölum var fjöldi atvinnulausra í júlí 12.600 eða um 6,4% af vinnuaflinu. Árstíðarleiðrétt atvinnuþátttaka var 79,9% og árstíðarleiðrétt hlutfall starfandi 75,7% sem eru svipuð hlutföll og í júní 2020. Árstíðarleiðréttur meðafjöldi unninna stunda í júlí var 38,7 sem er hækkun um 1,8 stund frá júní síðastliðnum.
Árstíðarleiðrétt leitni atvinnuþátttöku síðustu 6 mánaða lækkaði úr 81,1% í febrúar 2020 í 79,8% í júlí. Leitni hlutfalls atvinnulausra var 4,8% sem er hækkun um 0,8 prósentustig frá febrúar.
Líkt og bent hefur verið á í mánaðarlegum fréttum síðustu mánaða er lögð áhersla á óleiðréttar mælingar á atvinnuleysi við mat á skammtímaáhrifum á vinnumarkað í stað árstíðarleiðréttra mælinga. Þetta skýrist af því að árstíðarleiðréttar tölur gera ráð fyrir almennum árstíðarbundnum sveiflum á vinnumarkaði en slíkar leiðréttingar geta verið ónákvæmar þegar óvenjulegar aðstæður ríkja á vinnumarkaði líkt og nú.
Allar fjöldatölur eru vigtaðar eftir aldri og kyni og námundaðar að næsta hundraði.
Tafla 1. Vinnumarkaður í júlí — óleiðrétt mæling | ||||||
Öryggisbil | Öryggisbil | Öryggisbil | ||||
2018 | (±95%) | 2019 | (±95%) | 2020 | (±95%) | |
Alls 16–74 ára | ||||||
Atvinnuþátttaka | 84,1 | 2,2 | 83,0 | 2,4 | 82,2 | 2,0 |
Hlutfall starfandi | 82,0 | 2,2 | 80,8 | 2,4 | 78,0 | 2,3 |
Atvinnuleysi | 2,5 | 0,9 | 2,8 | 1,0 | 5,1 | 1,2 |
Vinnustundir | 42,5 | 1,4 | 42,7 | 1,4 | 42,2 | 1,1 |
Vinnuafl | 210.800 | 5.600 | 214.300 | 6.300 | 213.700 | 5.300 |
Starfandi | 205.700 | 4.500 | 208.500 | 5.200 | 202.600 | 4.600 |
Atvinnulausir | 5.200 | 2.000 | 5.800 | 2.100 | 10.900 | 2.600 |
Utan vinnumarkaðar | 39.800 | 5.700 | 43.500 | 6.200 | 46.100 | 5.000 |
Áætlaður mannfjöldi | 250.600 | • | 258.000 | • | 259.700 | • |
Tafla 2. Vinnumarkaður síðustu 6 mánuði — árstíðaleiðrétting | ||||||
feb. 20 | mar. 20 | apr. 20 | maí 20 | jún. 20 | júl. 20 | |
Alls 16–74 ára | ||||||
Atvinnuþátttaka | 80,4 | 79,0 | 75,4 | 79,5 | 80,1 | 79,9 |
Hlutfall starfandi | 77,5 | 76,9 | 70,2 | 72,8 | 75,5 | 75,7 |
Atvinnuleysi | 5,0 | 3,3 | 5,3 | 5,9 | 4,1 | 6,4 |
Vinnustundir | 39,4 | 38,4 | 37,3 | 36,7 | 36,9 | 38,7 |
Vinnuafl | 208.500 | 208.300 | 195.400 | 203.700 | 209.400 | 208.400 |
Starfandi | 199.600 | 202.200 | 183.200 | 190.500 | 197.900 | 194.800 |
Atvinnulausir | 10.300 | 5.900 | 11.300 | 14.300 | 8.300 | 12.600 |
Utan vinnumarkaðar | 51.000 | 53.300 | 61.700 | 55.400 | 53.700 | 50.900 |
Áætlaður mannfjöldi | 259.600 | 261.800 | 258.500 | 259.500 | 262.100 | 260.100 |
Tafla 3. Vinnumarkaður síðustu 6 mánuði — árstíðaleiðrétt leitni | ||||||
feb. 20 | mar. 20 | apr. 20 | maí 20 | jún. 20 | júl. 20 | |
Alls 16–74 ára | ||||||
Atvinnuþátttaka | 81,1 | 80,1 | 80,1 | 79,9 | 79,9 | 79,8 |
Hlutfall starfandi | 77,6 | 77,0 | 77,0 | 77,2 | 78,2 | 77,8 |
Atvinnuleysi | 4,0 | 3,6 | 4,1 | 4,5 | 4,5 | 4,8 |
Vinnustundir | 39,8 | 39,5 | 37,5 | 37,3 | 36,8 | 37,9 |
Vinnuafl | 209.300 | 209.000 | 206.900 | 207.100 | 208.400 | 208.300 |
Starfandi | 201.000 | 202.000 | 198.500 | 196.300 | 199.300 | 199.800 |
Atvinnulausir | 8.100 | 7.500 | 8.500 | 9.200 | 9.000 | 9.500 |
Utan vinnumarkaðar | 50.300 | 52.200 | 56.400 | 56.700 | 55.000 | 52.400 |
Áætlaður mannfjöldi | 259.600 | 261.800 | 260.600 | 259.900 | 262.000 | 260.900 |
Um gögnin
Niðurstöður vinnumarkaðsrannsóknar fyrir júlí 2020 ná til fjögurra vikna, frá 29. júní til og með 2. ágúst. Í úrtak völdust af handahófi 1.917 einstaklingar á aldrinum 16-74 ára sem höfðu lögheimili á Íslandi. Þegar frá eru taldir þeir sem voru látnir eða búsettir erlendis var nettóúrtakið 1.880 einstaklingar. Alls fengust nothæf svör frá 1.231 einstaklingi sem jafngildir 65,5% svarhlutfalli.