FRÉTT VINNUMARKAÐUR 25. JÚNÍ 2020

Áætlað er að 209.500 (± 6.700) einstaklingar á aldrinum 16-74 ára hafi að jafnaði verið á vinnumarkaði í maí 2020 samkvæmt mælingu vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofu Íslands en það jafngildir 80,9% (±2,6) atvinnuþátttöku. Af vinnuaflinu er áætlað að 188.800 (±5.300) hafi verið starfandi en 20.800 (±3.800) án vinnu og í atvinnuleit. Áætlað hlutfall starfandi af mannfjölda var 72,9% (±2,8) og hlutfall atvinnulausra 9,9% (±1,8).

Þegar atvinnuleysi í maí er borið saman við mælingar síðustu tveggja ára sést að hlutfall atvinnulausra er 3,9 prósentustigum hærra en í sama mánuði 2019 og 6,9 prósentustigum hærra en í maí 2018. Atvinnulausum fjölgar um 8.000 frá maí 2019 og um 14.600 frá maí 2018. Hlutfall starfandi er 4,2 prósentustigum lægra en í maí 2019 og 7,4 prósentustigum lægra en í maí 2018.

Fara þarf aftur til 2009-2011 til að finna svipað mánaðarlegt atvinnuleysi
Aukið atvinnuleysi á vormánuðum er einkennandi fyrir íslenskan vinnumarkað og er helsta ástæðan aukin eftirspurn ungs fólks eftir atvinnu þegar skólum lýkur. Af öllum atvinnulausum í maí 2020 voru 40,4% á aldrinum 16-24 ára og var atvinnuleysi á meðal þeirra 23,3%. Atvinnuleysi í maí var nokkuð hærra en það sem alla jafna sést í maímánuði og má þar líklega kenna áhrifa kórónaveirufaraldursins (Covid-19) á íslenskan vinnumarkað. Leita þarf aftur til áranna 2009-2011, þegar atvinnuleysi jókst í kjölfar efnahagskrísunnar, til þess að finna svipað hlutfall mánaðarlegs atvinnuleysis. Í mars, þegar áhrifa faraldurins fór fyrst að gæta á Íslandi, mældist atvinnuleysi 3,3% og hefur hlutfall atvinnulausra aukist um 6,6 prósentustig síðan.

Samkvæmt árstíðarleiðréttum tölum var fjöldi atvinnulausra í maí 14.300 eða um 5,9% af vinnuaflinu. Árstíðarleiðrétt atvinnuþátttaka var 79,5% og árstíðarleiðrétt hlutfall starfandi 72,8%. Árstíðarleiðrétt atvinnuþátttaka jókst um 4 prósentustig og hlutfall starfandi hækkaði um 2,6 prósentustig borið saman við apríl 2020. Þegar horft er til síðustu 6 mánaða má sjá að meðalfjöldi vinnustunda hefur minnkað um 3,2 stundir að jafnaði síðan í desember 2019. Árstíðarleiðréttur meðalfjöldi unninna stunda í maí var 36,7 sem er lægsta mæling á árstíðarleiðréttum unnum stundum í sögu samfelldrar vinnumarkaðsrannsóknar frá 2003.

Árstíðarleiðrétt leitni atvinnuleysis síðustu 6 mánaða hækkaði úr 3,8% í desember 2019 í 4,5% í maí. Leitni hlutfalls starfandi hefur lækkað um 0,4 prósentustig síðustu 6 mánuði og atvinnuþátttaka um 0,8 prósentustig.

Rétt er að benda á að árstíðarleiðréttar tölur geta verið ónákvæmar við óvenjulegar aðstæður líkt og nú eru á vinnumarkaði. Árstíðarleiðréttar tölur gera ráð fyrir almennum árstíðarbundnum sveiflum á vinnumarkaði, til dæmis auknum fjölda atvinnulausra að vori þegar námsmenn hefja leit að sumarvinnu, en slíkar leiðréttingar duga skammt þegar óvæntir og einstakir atburðir hafa áhrif á atvinnustöðu fólks. Því er mikilvægt að horfa frekar til óleiðréttra mælinga við mat á skammtímaáhrifum.

Allar fjöldatölur eru vigtaðar eftir aldri og kyni og námundaðar að næsta hundraði.

Tafla 1. Vinnumarkaður í maí — óleiðrétt mæling
Öryggisbil Öryggisbil Öryggisbil
 2018 (±95%)2019 (±95%)2020 (±95%)
Alls 16–74 ára
Atvinnuþátttaka 82,7 2,2 82,0 2,1 80,9 2,6
Hlutfall starfandi 80,2 2,1 77,0 2,4 72,9 2,8
Atvinnuleysi 3,0 1,1 6,1 1,5 9,9 1,8
Vinnustundir 40 1,1 40,7 1,0 37,5 1,2
Vinnuafl 204.500 5.400 210.600 5.400 209.500 6.700
Starfandi 198.300 4.100 197.800 4.700 188.800 5.300
Atvinnulausir 6.200 2.200 12.800 3.100 20.800 3.800
Utan vinnumarkaðar 42.700 5.100 46.200 5.300 49.500 6.200
Áætlaður mannfjöldi 247.200 256.800 259.000
Tafla 2. Vinnumarkaður síðustu 6 mánuði — árstíðarleiðrétting
 des.19jan.20feb.20mar.20apr.20maí.20
Alls 16–74 ára
Atvinnuþátttaka 80,7 81,0 80,4 79,0 75,4 79,5
Hlutfall starfandi 77,6 78,0 77,5 76,9 70,2 72,8
Atvinnuleysi 3,9 3,4 5,0 3,3 5,3 5,9
Vinnustundir 39,9 39,6 39,4 38,4 37,3 36,7
Vinnuafl 209.100 208.700 208.500 208.300 195.400 203.700
Starfandi 202.200 202.700 199.600 202.200 183.200 190.500
Atvinnulausir 7.300 7.000 10.300 5.900 11.300 14.300
Utan vinnumarkaðar 49.700 50.400 51.000 53.300 61.700 55.400
Áætlaður mannfjöldi 258.900 259.100 259.600 261.800 258.500 259.500
Tafla 3. Vinnumarkaður síðustu 6 mánuði — árstíðarleiðrétt leitni
 des.19jan.20feb.20mar.20apr.20maí.20
Alls 16–74 ára
Atvinnuþátttaka 80,7 80,9 81,1 80,1 80,1 79,9
Hlutfall starfandi 77,6 77,9 77,6 77,0 77,0 77,2
Atvinnuleysi 3,8 3,7 4,0 3,6 4,1 4,5
Vinnustundir 40,1 40,0 39,8 39,5 37,5 37,3
Vinnuafl 208.900 209.400 209.300 209.000 206.900 207.100
Starfandi 201.200 202.600 201.000 202.000 198.500 196.300
Atvinnulausir 7.200 7.300 8.100 7.500 8.500 9.200
Utan vinnumarkaðar 49.800 49.700 50.300 52.200 56.400 56.700
Áætlaður mannfjöldi 258.900 259.200 259.600 261.800 260.600 259.900

Um gögnin
Niðurstöður vinnumarkaðsrannsóknar fyrir maí 2020 ná til fjögurra vikna, frá 4. maí til og með 31. maí. Í úrtak völdust af handahófi 1.530 einstaklingar á aldrinum 16-74 ára sem höfðu lögheimili á Íslandi. Þegar frá eru taldir þeir sem voru látnir eða búsettir erlendis var nettóúrtakið 1.496 einstaklingar. Alls fengust nothæf svör frá 960 einstaklingum sem jafngildir 64,2% svarhlutfalli.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1284 , netfang kannanir@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.