Fjöldi atvinnulausra í mars var um 5.900 samkvæmt árstíðaleiðréttum tölum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar eða 3,3% af vinnuaflinu. Árstíðarleiðrétt atvinnuþátttaka var 79% á meðan árstíðarleiðrétt hlutfall starfandi var 76,9%.
Samkvæmt óleiðréttri mælingu er áætlað að um 205.100 manns á aldrinum 16–74 ára hafi að jafnaði verið á vinnumarkaði í mars 2020. Það jafngildir 78,3% (±2,6) atvinnuþátttöku. Af vinnuaflinu er áætlað að um 199.600 (±5.300) manns hafi verið starfandi, en 5.700 (±2.100) án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var þannig rétt um 76,2% (±2,7) á meðan óleiðrétt atvinnuleysi mældist 2,7% (±1,0).
Þegar hlutfall atvinnulausra er borið saman við mars 2019 má sjá að atvinnuleysi hefur lækkað um 0,2 prósentustig (sem er innan skekkjumarka) og hlutfall starfandi lækkað um 3,3 prósentustig. Þá hefur atvinnuþátttaka lækkað um 3,5 prósentustig.
Allar fjöldatölur eru vigtaðar eftir aldri og kyni og námundaðar að næsta hundraði.
Tafla 1. Vinnumarkaður í mars — óleiðrétt mæling | ||||||
Öryggisbil | Öryggisbil | Öryggisbil | ||||
2018 | (±95%) | 2019 | (±95%) | 2020 | (±95%) | |
Alls 16–74 ára | ||||||
Atvinnuþátttaka | 81,4 | 2,0 | 81,8 | 2,6 | 78,3 | 2,6 |
Hlutfall starfandi | 79,6 | 2,4 | 79,5 | 2,5 | 76,2 | 2,7 |
Atvinnuleysi | 2,3 | 0,8 | 2,9 | 1,3 | 2,7 | 1,0 |
Vinnustundir | 39 | 1,1 | 39,6 | 1,3 | 38,2 | 1,3 |
Vinnuafl | 203.100 | 5.100 | 208.400 | 6.700 | 205.100 | 6.700 |
Starfandi | 198.500 | 4.600 | 202.500 | 5.000 | 199.600 | 5.300 |
Atvinnulausir | 4.600 | 1.500 | 6.000 | 2.600 | 5.700 | 2.100 |
Utan vinnumarkaðar | 46.300 | 5.300 | 46.300 | 6.200 | 56.800 | 6.100 |
Áætlaður mannfjöldi | 249.400 | • | 254.700 | • | 261.900 | • |
Tafla 2. Vinnumarkaður síðustu 6 mánuði — árstíðaleiðrétting | ||||||
okt.19 | nóv.19 | des.19 | jan.20 | feb.20 | mar.20 | |
Alls 16–74 ára | ||||||
Atvinnuþátttaka | 81,1 | 80,5 | 80,7 | 81,0 | 80,4 | 79,0 |
Hlutfall starfandi | 78,1 | 77,4 | 77,6 | 78,0 | 77,5 | 76,9 |
Atvinnuleysi | 3,4 | 4,1 | 3,9 | 3,4 | 5,0 | 3,3 |
Vinnustundir | 40,4 | 40,3 | 39,9 | 39,6 | 39,4 | 38,4 |
Vinnuafl | 210.200 | 205.800 | 209.100 | 208.700 | 208.500 | 208.300 |
Starfandi | 202.800 | 198.200 | 202.200 | 202.700 | 199.600 | 202.200 |
Atvinnulausir | 7.100 | 7.100 | 7.300 | 7.000 | 10.300 | 5.900 |
Utan vinnumarkaðar | 47.500 | 52.600 | 49.700 | 50.400 | 51.000 | 53.300 |
Áætlaður mannfjöldi | 257.900 | 258.400 | 258.900 | 259.100 | 259.600 | 261.800 |
Óvissa á vinnumarkaði
Mars var óvenjulegur mánuður á íslenskum vinnumarkaði þar sem mörgum vinnustöðum var lokað í kjölfar samkomubanns upp úr miðjum marsmánuði og lög um minnkað starfshlutfall tóku gildi þann 21. mars. Síðan þá hefur óvissa einkennt vinnumarkaðinn. Þessi óvissa hefur áhrif á mælingar vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar á tvennan hátt.
Í fyrsta lagi er gerður greinarmunur á óljósri atvinnustöðu og atvinnuleysi í vinnumarkaðsrannsókn. Til að teljast atvinnulaus í vinnumarkaðsrannsókn þarf viðkomandi að vera 1) án vinnu, 2) virkur í atvinnuleit (leita markvisst að vinnu) og 3) geta hafið störf innan tveggja vikna. Ekki er augljóst að einstaklingar sem eru án vinnu, eða vita ekki hvort þeir halda vinnu sinni, hefji strax leit að nýrri vinnu þegar óvissa ríkir á vinnumarkaði líkt og nú er. Að sama skapi er óljóst hvort einstaklingar í atvinnuleit geti hafið störf innan skamms tíma ef óvissa ríkir um ráðningarsamband þeirra við fyrri atvinnurekanda. Því er ekki hægt að ganga út frá því að þeir sem búa við skort á atvinnuöryggi í mars 2020 uppfylli öll skilyrði þess að teljast atvinnulausir samkvæmt skilgreiningu vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar.
Í öðru lagi getur reynst erfitt að mæla breytingar sem gerast seinnihluta mánaðar. Gagnasöfnun vinnumarkaðsrannsóknar fer fram vikulega með símakönnun og viðmælendur þar spurðir um stöðu sína á vinnumarkaði í tiltekinni viðmiðunarviku. Viðmiðunarvikum er dreift yfir allan mánuðinn þannig að spurt er um allar vikur ársins skipt niður á mánuði. Um helmingur svara í vinnumarkaðsrannsókn fyrir marsmánuð á því við tímabilið 1.-15. mars, eða áður en til hertra aðgerða og lagasetningar kom á íslenskum vinnumarkaði. Fólk sem var í fullu starfi samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn fyrrihluta mars getur því verið komið á atvinnuleysisskrá Vinnumálastofnunar í lok mánaðarins, að hluta eða að fullu.
Í gögnum vinnumarkaðsrannsóknar sjást vísbendingar um að atvinnuleysi hafi aukist seinni tvær vikur marsmánaðar auk þess sem fyrstu mælingar aprílmánaðar benda til aukningar á atvinnuleysi.
Tilfærsla úr vinnu yfir á atvinnuleysisskrá sést við samanburð á tölum vinnumarkaðsrannsóknar og Vinnumálastofnunar. Þar má sjá að um 3.100 manns eru áætlaðir starfandi samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn sem teljast á almennri skrá hjá Vinnumálastofnun í lok mars. Einnig má sjá að 21.700 manns eru áætlaðir starfandi samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn en eru á hlutabótaskrá hjá Vinnumálastofnun í lok mars.
Tafla 3. Samanburður á tölum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar (VMR) og tölum Vinnumálastofnunar (VMST) um stöðu á vinnumarkaði | ||||
Staða hjá VMST í lok mánaðar | ||||
Ekki á skrá | Hlutabætur | Almenn skráning | Alls - VMR | |
Vinnumarkaðsstaða VMR | ||||
Utan vinnumarkaðar | 53.900 | 1.000 | 1.900 | 56.800 |
Atvinnulausir | 3.300 | 0 | 2.200 | 5.600 |
Starfandi | 174.800 | 21.700 | 3.100 | 199.600 |
Alls - VMST | 232.000 | 22.600 | 7.300 | 262.000 |
Hlutfall af VMR | ||||
Utan vinnumarkaðar | 94,8 | 1,7 | 3,4 | 100 |
Atvinnulausir | 60,0 | 0,0 | 40,0 | 100 |
Starfandi | 87,6 | 10,9 | 1,6 | 100 |
Alls - VMST | 88,6 | 8,6 | 2,8 | 100 |
Hlutfall af VMST | ||||
Utan vinnumarkaðar | 23,2 | 4,4 | 26,6 | 21,7 |
Atvinnulausir | 1,4 | 0,0 | 30,7 | 2,1 |
Starfandi | 75,3 | 95,6 | 42,7 | 76,2 |
Alls - VMST | 100 | 100 | 100 | 100 |
Staða á vinnumarkaði
Tölur um fólk á vinnumarkaði, eins og hér eru birtar, byggja á skilgreiningu Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (International Labour Organization—ILO). Í gegnum tíðina hafa þessar tölur gefið mikilvægar vísbendingar um stefnu hagkerfisins og vinnumarkaðarins. Hins vegar er ljóst að þær segja ekki alla söguna og grípa ekki með tímanlegum hætti þær skyndilegu sviptingar á vinnumarkaði sem hafa átt sér stað undanfarnar vikur. Til þess að varpa ljósi á þessar miklu breytingar þarf ítarlegri greiningu og meiri sundurgreiningu á stöðu fólks á vinnumarkaði.
Áhugvert er að beina sjónum að fólki sem er á mörkum atvinnuleysis. Annars vegar það fólk sem segja má að sé á mörkum atvinnuleysis og launaðrar vinnu og hins vegar þau sem samkvæmt ILO lenda utan vinnumarkaðarins og eru ekki talin til atvinnulausra.
Þau sem eru á mörkum atvinnuleysis og launaðrar vinnu má kalla vinnulítil, en það er fólk í hlutastarfi sem vill vinna meira. Aðrir eru utan vinnumarkaðar og teljast á mörkum atvinnuleysis. Annars vegar er það fólk í atvinnuleit, sem getur ekki hafið störf innan tveggja vikna, og hins vegar fólk sem er ekki að leita að vinnu en er tilbúið að vinna ef tækifæri gefst. Samkvæmt skilgreiningu ILO telst þetta fólk ekki hluti af vinnuaflinu en þó mætti líta á það sem viðbótarvinnuafl sem gæti mögulega orðið hluti af vinnuaflinu ef aðstæður þess leyfa.
Fólkið í báðum þessum hópum á það sameiginlegt að segjast leggja minna af mörkum á vinnumarkaði en það getur eða vill og má því segja að það sé vannýtt vinnuafl. Þrátt fyrir að þetta fólk teljist ekki atvinnulaust samkvæmt skilgreiningu ILO (og Hagstofunnar) endurspeglar staða þess engu að síður skort á atvinnu, samanber fólk sem sinnir hlutastörfum af því að fullt eða annað starf er ekki í boði.
Til þess að bregða ljósi á vannýtt og viðbótarvinnuafl má skoða tölur sem Hagstofan hefur annars gefið út árlega og ársfjórðungslega eftir mánuðum. Á þeim tölum má sjá að í mars 2020 var hlutfall þeirra sem teljast atvinnulausir, vinnulitlir eða viðbótar vinnuafl 8,9 % af áætluðum mannfjölda 16–74 ára.
Tafla 4. Samanburður á hlutfalli vinnulítilla og viðbótarvinnuafli eftir árum | |||||||||
Mars 2018 | Mars 2019 | Mars 2020 | |||||||
Öryggisbil | Áætl. | Öryggisbil | Áætl. | Öryggisbil | Áætl. | ||||
Hlutfall | (±95%) | mannfj. | Hlutfall | (±95%) | mannfj. | Hlutfall | (±95%) | mannfj. | |
Utan vinnumarkaðar | |||||||||
Utan vinnumarkaðar - alls | 18,8 | 1,9 | 248.600 | 18,2 | 2,3 | 255.200 | 21,7 | 2,4 | 262.000 |
Aðrir utan vinnumarkaðar | 82,2 | 4,9 | 46.700 | 87,8 | 5,1 | 46.500 | 88,0 | 4,4 | 56.800 |
Tilbúnir að vinna en ekki að leita | 9,6 | 3,6 | 46.700 | 5,8 | 3,5 | 46.500 | 8,9 | 3,9 | 56.800 |
Að leita en ekki tilbúnir að vinna | 8,2 | 3,4 | 46.700 | 6,4 | 4,1 | 46.500 | 3,0 | 2,4 | 56.800 |
Atvinnuþátttaka | |||||||||
Vinnuafl (atvinnulausir og starfandi) | 81,2 | 1,9 | 248.600 | 81,8 | 2,3 | 255.200 | 78,3 | 2,4 | 262.000 |
Vinnuafl + viðbótar vinnuafl | 84,6 | 1,8 | 248.600 | 84,0 | 2,1 | 255.200 | 80,9 | 2,3 | 262.000 |
Atvinnulausir | |||||||||
Atvinnuleysi - af vinnuafli | 2,2 | 0,9 | 201.900 | 2,9 | 1,4 | 208.800 | 2,7 | 1,3 | 205.100 |
Atvinnuleysi - af mannfjölda | 1,8 | 0,7 | 248.600 | 2,4 | 1,1 | 255.200 | 2,1 | 1,0 | 262.000 |
Viðbótar vinnuafl | 3,3 | 1,0 | 248.600 | 2,2 | 1,0 | 255.200 | 2,6 | 1,0 | 262.000 |
Atvinnuleysi, viðbót og vinnulitlir | 8,9 | 1,6 | 248.600 | 7,0 | 1,7 | 255.200 | 7,8 | 1,8 | 262.000 |
Starfandi | |||||||||
Starfandi - alls | 79,4 | 2,0 | 248.600 | 79,4 | 2,5 | 255.200 | 76,2 | 2,5 | 262.000 |
Vinnulitlir | 4,7 | 1,3 | 197.400 | 3,0 | 1,2 | 202.700 | 4,0 | 1,5 | 199.600 |
Í hlutastarfi | 18,9 | 2,4 | 197.400 | 22,3 | 3,0 | 202.700 | 21,6 | 2,9 | 199.600 |
Í fullu starfi - tímabundið | 3,4 | 1,2 | 197.400 | 3,1 | 1,4 | 202.700 | 2,8 | 1,4 | 199.600 |
Í fullu starfi - ótímabundið | 73,0 | 2,6 | 197.400 | 71,6 | 3,1 | 202.700 | 71,6 | 3,1 | 199.600 |
Um gögnin
Niðurstöður vinnumarkaðsrannsóknar fyrir mars 2020 ná til 4 vikna, frá 2. mars til og með 29. mars 2020. Í úrtak völdust af handahófi 1.533 einstaklingar á aldrinum 16–74 ára sem höfðu lögheimili á Íslandi. Þegar frá eru taldir þeir sem voru látnir, eða reyndust búsettir erlendis, var nettóúrtakið 1.499 einstaklingar. Alls fengust nothæf svör frá 981 einstaklingi og jafngildir það 65,4% svarhlutfalli.