TALNAEFNI VINNUMARKAÐUR 02. MAÍ 2025

Í mars 2025 voru 8.700 atvinnulausir samkvæmt árstíðaleiðréttum niðurstöðum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar. Árstíðaleiðrétt hlutfall atvinnulausra var 3,7%, hlutfall starfandi var 78,5% og atvinnuþátttaka 81,6%.

Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi dróst saman um 1,8 prósentustig á milli mánaða. Hlutfall starfandi hækkaði um 1,9 prósentustig og atvinnuþátttaka jókst lítillega eða um hálft prósentustig.

Mælt atvinnuleysi í mars var 3,6%, mæld atvinnuþátttaka var 80,8% og hlutfall starfandi var samkvæmt mælingu 77,8%.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 5281100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.