FRÉTT VINNUMARKAÐUR 22. DESEMBER 2020

Samkvæmt árstíðaleiðréttum tölum úr vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru 14.900 einstaklingar atvinnulausir í nóvember 2020 eða 7,1% af vinnuaflinu. Árstíðaleiðrétt atvinnuþátttaka var 79,7% af vinnuafli og árstíðaleiðrétt hlutfall starfandi 74,3% af mannfjölda. Samanburður við október 2020 sýnir að árstíðaleiðrétt hlutfall starfandi lækkaði um 0,2 prósentustig og árstíðaleiðrétt atvinnuleysi jókst um 0,3 prósentustig. Síðustu 6 mánuði hefur leitni árstíðaleiðréttingar á hlutfalli starfandi fólks lækkað um 1,0 prósentustig og leitni atvinnuleysis aukist um 1,0 prósentustig.

Samtals voru 195.900 (±6.000) einstaklingar á aldrinum 16-74 ára að jafnaði á vinnumarkaði í nóvember 2020 samkvæmt mælingum rannsóknarinnar en það jafngildir 78,2% (±2,4) atvinnuþátttöku. Af vinnuaflinu er áætlað að 183.400 (±5.200) hafi verið starfandi og 12.600 (±3.000) án atvinnu og í atvinnuleit. Áætlað hlutfall starfandi af mannfjölda var 73,2% (±2,8) og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli 6,4% (±1,6). Áætlað er að 54.700 (±6.600) einstaklingar hafi verið utan vinnumarkaðar í nóvember 2020 eða 21,8% af mannfjölda.

Samanburður við nóvember 2019 sýnir að atvinnuþátttaka hefur aukist um 0,7 prósentustig á milli ára. Hlutfall starfandi hefur dregist saman um 1,8 prósentustig á milli ára og atvinnuleysi aukist um 3,1 prósentustig. Meðalfjöldi unninna stunda hefur dregist saman um 1,6 stundir.

Slaki á vinnumarkaði - óuppfyllt þörf fyrir atvinnu
Í nóvember 2020 voru rétt rúmlega 30.500 einstaklingar sem höfðu þörf fyrir atvinnu sem ekki var uppfyllt eða 14,9% af öllum sem annað hvort voru á vinnumarkaði eða töldust mögulegt vinnuafl. Samkvæmt skilgreiningu vinnumarkaðsrannsóknar voru 41,1% af þessum hópi atvinnulausir, 23,9% voru tilbúnir að vinna en ekki að leita, 5,4% voru í vinnuleit en ekki tilbúnir að vinna og 29,6% voru starfandi en vinnulitlir og vildu vinna meira.

Slaki á vinnumarkaði sýnir skýra árstíðasveiflu þar sem slakinn er nánast alltaf lægstur í júlí ár hvert eða um sumartímann. Þegar horft er á leitnina má sjá að að slaki á vinnumarkaði tók stórt stökk upp á við í lok árs 2008 í kjölfar efnahagskreppunnar. Leitnin var nokkuð stöðug fram til ársins 2014 þar sem sjá má stefnubreytingu niður á við. Leitnin hefur verið á stöðugri uppleið frá því í byrjun árs 2019 og virðist lítið lát þar á.

Allar fjöldatölur eru vigtaðar eftir aldri og kyni og námundaðar að næsta hundraði.

Tafla 1. Vinnumarkaður í nóvember — óleiðrétt mæling
Öryggisbil Öryggisbil Öryggisbil
 2018 (±95%)2019 (±95%)2020 (±95%)
Alls 16–74 ára
Atvinnuþátttaka 80,8 2,3 77,5 2,7 78,2 2,4
Hlutfall starfandi 78,5 2,4 75,0 2,8 73,2 2,8
Atvinnuleysi 2,9 1,0 3,3 1,3 6,4 1,6
Vinnustundir 38,8 1,0 40,4 1,1 38,8 1,1
Vinnuafl 204.900 5.800 201.300 6.800 195.900 6.000
Starfandi 199.000 4.800 194.600 5.200 183.400 5.200
Atvinnulausir 5.900 2.100 6.700 2.600 12.600 3.000
Utan vinnumarkaðar 48.600 5.900 58.400 6.300 54.700 6.600
Áætlaður mannfjöldi 253.500 259.600 250.700

Tafla 2. Vinnumarkaður síðustu 6 mánuði — árstíðaleiðrétting
 jún. 20júl. 20ágú. 20sep. 20okt. 20nóv. 20
Alls 16–74 ára
Atvinnuþátttaka80,080,080,780,179,079,7
Hlutfall starfandi75,675,575,975,374,574,3
Atvinnuleysi4,46,46,15,36,87,1
Vinnustundir37,537,837,838,138,338,2
Vinnuafl207.300209.700209.100208.400204.100202.400
Starfandi196.400198.700197.400196.100192.700190.100
Atvinnulausir8.00012.40012.2009.10013.90014.900
Utan vinnumarkaðar51.40051.20050.70053.10052.90052.200
Áætlaður mannfjöldi260.200261.500261.900259.800256.600254.500

Tafla 3. Vinnumarkaður síðustu 6 mánuði — árstíðaleiðrétt leitni
 jún. 20júl. 20ágú. 20sep. 20okt. 20nóv. 20
Alls 16–74 ára
Atvinnuþátttaka80,080,180,179,979,779,5
Hlutfall starfandi75,575,575,575,274,874,5
Atvinnuleysi5,35,55,75,96,16,3
Vinnustundir37,637,737,837,937,937,9
Vinnuafl208.300208.800208.700207.700206.400205.700
Starfandi199.000199.200198.400196.500194.400193.200
Atvinnulausir10.30010.50010.70010.90011.10011.300
Utan vinnumarkaðar52.50052.10051.80051.90052.00052.000
Áætlaður mannfjöldi261.700261.900262.000257.400257.500257.600

Um gögnin
Niðurstöður vinnumarkaðsrannsóknar fyrir nóvember 2020 ná til fjögurra vikna, frá 2. til 29. nóvember. Í úrtak völdust af handahófi 1.529 einstaklingar á aldrinum 16-74 ára sem höfðu lögheimili á Íslandi. Þegar frá eru taldir þeir sem voru látnir eða búsettir erlendis var nettóúrtakið 1.483 einstaklingar. Alls fengust nothæf svör frá 990 einstaklingum sem jafngildir 66,8% svarhlutfalli.

Í úrtaki vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar í nóvember 2020 voru 98 einstaklingar jafnframt í almennu atvinnuleysi hjá Vinnumálastofnun í lok nóvember. Af þeim svöruðu 47 í rannsókninni, 10 neituðu þátttöku, ekki náðist samband við 39 og 2 uppfylltu ekki skilyrði til að tilheyra úrtakinu. Svarhlutfall þeirra var því 49,0% eða 19 prósentustigum lægra en svarhlutfall annarra sem var 68,0%. Bendir þetta til þess að þeir sem eru á atvinnuleysisskrá séu almennt ólíklegri til að svara spurningalista Hagstofu Íslands en þeir sem ekki eru á skrá. Líkurnar eru því fyrir hendi að brottfallsskekkja sem þessi kunni að leiða til vanmats á atvinnuleysi í vinnumarkaðsrannsókn.

Af þeim sem voru á skrá hjá Vinnumálastofnun og svöruðu í vinnumarkaðsrannsókn voru 29 eða 59,6% atvinnulausir samkvæmt skilgreiningu vinnumarkaðsrannsóknar og 13 einstaklingar starfandi eða 27,7%. Niðurstöðurnar sýna einnig að 12,8% sem falla undir almennt atvinnuleysi hjá Vinnumálastofnun eru skilgreindir utan vinnumarkaðar samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn og falla þá í hóp þeirra sem hafa óuppfyllta þörf fyrir atvinnu.

Ítarefni um slaka á vinnumarkaði:
Umfjöllum Eurostat um slaka á vinnumarkaði
EU labour market in the second quarter 2020
Skýrsla Eurofund

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1037 , netfang kannanir@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.