FRÉTT VINNUMARKAÐUR 26. NÓVEMBER 2020

Samtals voru 199.300 (±5.600) einstaklingar á aldrinum 16-74 ára að jafnaði á vinnumarkaði í október 2020 samkvæmt mælingu vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofu Íslands en það jafngildir 78,3% (±2,2) atvinnuþátttöku. Af vinnuaflinu er áætlað að 185.700 (±4.800) hafi verið starfandi og 13.600 (±2.800) án atvinnu og í atvinnuleit. Áætlað hlutfall starfandi af mannfjölda var 73,0% (±2,6) og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli 6,8% (±1,4). Áætlað er að 55.200 (±5.300) einstaklingar hafi verið utan vinnumarkaðar í október 2020, eða 21,7% af mannfjölda.

Samanburður við október 2019 sýnir að atvinnuþátttaka hefur dregist saman um 3,1 prósentustig á milli ára og atvinnuleysi aukist um 3,5 prósentustig. Hlutfall utan vinnumarkaðar hefur aukist um 3,2 prósentustig og hlutfall starfandi hefur dregist saman um 5,7 prósentustig.

Samkvæmt árstíðarleiðréttum tölum voru 13.600 einstaklingar atvinnulausir í október 2020, eða 6,7% af vinnuaflinu. Árstíðarleiðrétt atvinnuþátttaka var 79,0% og árstíðarleiðrétt hlutfall starfandi 75,0%. Borið saman við september 2020 lækkaði árstíðarleiðrétt atvinnuþátttaka um 1,1 prósentustig og árstíðarleiðrétt atvinnuleysi jókst um 1,8 prósentustig. Síðustu 6 mánuði hefur leitni árstíðarleiðréttingar á hlutfalli starfandi fólks lækkað um 1,2 prósentustig og leitni atvinnuleysis aukist um 0,6 prósentustig.

Vinnumarkaðsrannsóknin á tímum Covid19
Vinnumarkaðurinn hefur tekið miklum breytingum vegna kórónuveirufaraldursins og óvissan óumflýjanlega haft áhrif á mælingar vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar. Áhrif breyttra aðstæðna hafa leitt til að töluverður munur er á hlutfalli atvinnulausra samkvæmt Vinnumálastofnun og vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar. Skilgreiningar stofnananna á atvinnuleysi eru ólíkar og hafa breyttar aðstæður á vinnumarkaði sýnt að ekki er nóg að horfa einungis til hlutfalls atvinnulausra í niðurstöðum vinnumarkaðsrannsóknarinnar til að átta sig á umfangi áhrifa faraldursins á vinnumarkaðinn.

Til þess að einstaklingur teljist atvinnulaus í vinnumarkaðsrannsókn má viðkomandi 1) ekki hafa unnið launaða vinnu í eina klukkustund eða lengur í viðmiðunarvikunni né hafa verið tímabundið fjarverandi frá starfi, 2) þarf viðkomandi að vera í virkri atvinnuleit og 3) geta hafið störf innan tveggja vikna. Við núverandi aðstæður á vinnumarkaði er nokkur fjöldi einstaklinga sem uppfyllir ekki þessa skilgreiningu á atvinnuleysi þrátt fyrir að vera talinn atvinnulaus í daglegu tali. Til dæmis er ekki augljóst að einstaklingur sem er án vinnu, eða veit ekki hvort hann haldi vinnu sinni, hefji strax leit að nýrri vinnu þegar vinnustaðir hafa lokað og fjölmennar atvinnugreinar á borð við ferðaþjónustu hafa dregist saman á síðustu mánuðum. Að sama skapi er ekki ljóst hvort einstaklingur í atvinnuleit telji sig geta hafið störf innan skamms tíma ef óvissa ríkir um ráðningarsamband við fyrri atvinnurekanda.

Til þess að upplýsa notendur um stöðuna á vinnumarkaði, umfram hefðbundnar birtingar með áherslu á hlutfall atvinnulausra og starfandi, birtir Hagstofan einnig talnaefni um óuppfyllta þörf fyrir atvinnu bæði hjá þeim sem eru á vinnumarkaði og utan hans.

Þörf fyrir atvinnu sem ekki er uppfyllt
Slaki á vinnumarkaði (e. labour market slack) er til marks um þörf fyrir atvinnu sem ekki hefur verið mætt, bæði hjá þeim sem eru á vinnumarkaði og hjá þeim sem eru utan hans. Hugakið tekur því til stærri hóps en einungis þeirra sem skilgreindir eru atvinnulausir samkvæmt vinnumarkaðsrannsókninni. Til að meta þörf fyrir atvinnu sem ekki er uppfyllt eru eftirfarandi hópar lagðir saman og hlutfall þeirra af vinnuafli og mögulegu vinnuafli metið: 1) Atvinnulausir; 2) fólk í hlutastörfum sem vill og getur unnið meira; 3) tilbúnir að vinna en eru ekki að leita að vinnu; 4) ekki tilbúnir að hefja störf innan tveggja vikna en eru þó að leita sér að vinnu. Síðastnefndu tveir hóparnir teljast almennt vera utan vinnumarkaðar.

Í október var árstíðaleiðréttur fjöldi þeirra sem tilheyra þessum hópi um 33.100 manns eða 15,7% af öllum sem annað hvort eru á vinnumarkaði eða teljast sem mögulegt vinnuafl. Árstíðarsveifla hefur verið nokkuð skýr hvað varðar slaka á vinnumarkaði og slakinn er nánast alltaf lægstur í júlí ár hvert. Þegar horft er á leitnina má sjá að að slaki á vinnumarkaði tók stórt stökk upp á við í lok árs 2008 í kjölfar efnahagskreppunnar. Leitnin var nokkuð stöðug fram til ársins 2014 þar sem sjá má stefnubreytingu niður á við. Leitnin hefur síðan verið á uppleið frá því í byrjun árs 2019.

Allar fjöldatölur eru vigtaðar eftir aldri og kyni og námundaðar að næsta hundraði.

Tafla 1. Vinnumarkaður í október — óleiðrétt mæling
Öryggisbil Öryggisbil Öryggisbil
 2018 (±95%)2019 (±95%)2020 (±95%)
Alls 16–74 ára
Atvinnuþátttaka 81,1 2,3 81,4 2,2 78,3 2,2
Hlutfall starfandi 78,7 2,8 78,7 2,3 73,0 2,6
Atvinnuleysi 2,9 1,1 3,3 1,2 6,8 1,4
Vinnustundir 39,7 1,2 40,5 1,1 39,4 1,0
Vinnuafl 204.800 5.800 210.700 5.900 199.300 5.600
Starfandi 198.800 5.600 203.800 4.800 185.700 4.800
Atvinnulausir 5.900 2.300 6.900 2.500 13.600 2.800
Utan vinnumarkaðar 47.800 5.700 48.000 5.500 55.200 5.300
Áætlaður mannfjöldi 252.500 258.900 254.500

Tafla 2. Vinnumarkaður síðustu 6 mánuði — árstíðaleiðrétting
 maí.20jún.20júl.20ágú.20sep.20okt.20
Alls 16–74 ára
Atvinnuþátttaka 79,5 80,080,080,780,179,0
Hlutfall starfandi 73,5 75,275,675,775,575,0
Atvinnuleysi 6,0 4,26,46,04,96,7
Vinnustundir 37,1 37,437,837,738,038,1
Vinnuafl 209.300 208.900211.600209.400208.800201.100
Starfandi 191.900 198.400197.900196.200198.500191.600
Atvinnulausir 15.100 8.70013.00012.4009.90013.600
Utan vinnumarkaðar 52.500 51.30051.10050.60052.90052.500
Áætlaður mannfjöldi 263.800 260.000261.100260.300261.800257.400

Tafla 3. Vinnumarkaður síðustu 6 mánuði — árstíðaleiðrétt leitni
 maí.20jún.20júl.20ágú.20sep.20okt.20
Alls 16–74 ára
Atvinnuþátttaka 79,9 80,080,180,180,079,8
Hlutfall starfandi 77,2 77,477,276,976,476,0
Atvinnuleysi 4,9 5,05,25,35,45,5
Vinnustundir 37,4 37,537,637,737,737,8
Vinnuafl 208.400 209.200209.700209.200208.200207.600
Starfandi 198.600 199.300199.400198.700197.500196.600
Atvinnulausir 9.800 10.10010.30010.50010.60010.700
Utan vinnumarkaðar 53.000 52.40051.90051.60051.60051.600
Áætlaður mannfjöldi 261.000 261.000260.900260.700260.500260.500

Um gögnin
Niðurstöður vinnumarkaðsrannsóknar fyrir október 2020 ná til fimm vikna eða frá 28. september til 1. nóvember. Í úrtak völdust af handahófi 1.918 einstaklingar á aldrinum 16-74 ára sem höfðu lögheimili á Íslandi. Þegar frá eru taldir þeir sem voru látnir eða búsettir erlendis var nettóúrtakið 1.870 einstaklingar. Alls fengust nothæf svör frá 1.266 einstaklingum sem jafngildir 67,7% svarhlutfalli.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1037 , netfang kannanir@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.