TALNAEFNI VINNUMARKAÐUR 04. DESEMBER 2024

Í október 2024 voru 7.900 atvinnulausir samkvæmt árstíðaleiðréttum niðurstöðum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar. Árstíðaleiðrétt hlutfall atvinnulausra var 3,3%, hlutfall starfandi var 79,4% og atvinnuþátttaka 82,1%. Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi dróst saman um eitt og hálft prósentustig á milli mánaða en þess ber að geta að mæling fyrir september var óvanalega há ef horft er til síðustu mánaða. Hlutfall starfandi stóð nánast í stað og atvinnuþátttaka minnkaði um eitt prósentustig. Mælt atvinnuleysi í október var 3,0%, árstíðaleiðrétt 3,3% og leitni 3,4%.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1284 , netfang kannanir@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.