Samkvæmt mælingu vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar var atvinnuleysi á meðal fólks á aldrinum 16 til 74 ára 3,2% í september 2025. Fjöldi atvinnulausra var um 7.500. Hlutfall starfandi var 78,4%, sem samsvarar tæplega 228.200 einstaklingum, og atvinnuþátttaka var 81% eða um 235.700 manns á vinnumarkaði.
Samanborið við sama mánuð 2024 minnkaði atvinnuleysi um 1,3 prósentustig, hlutfall starfandi hækkaði um 0,6 prósentustig og atvinnuþátttaka dróst saman um 0,5 stig.
Eftir árstíðaleiðréttingu mælingarinnar fyrir september 2025 mældist atvinnuleysi 3,7%. Árstíðaleiðrétt hlutfall starfandi var 78,7% og atvinnuþátttaka 81,8%. Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi minnkaði um 2 prósentustig á milli ágúst og september, hlutfall starfandi hækkaði um 0,9 prósentustig og atvinnuþátttaka minnkaði um 0,4 prósentustig.