FRÉTT VÍSINDI OG TÆKNI 18. MARS 2019

Endanlegar tölur hafa verið gefnar út fyrir árið 2017 um rannsóknir og þróunarstarf á Íslandi. Voru heildarútgjöldin 55 milljarðar, eða 2,1% af vergri landsframleiðslu (VLF). Þá hefur Hagstofa Evrópusambandsins, Eurostat, gefið út bráðabirgðatölur fyrir 28 lönd Evrópusambandsins, auk Noregs og Íslands. Þar er Ísland með sjöundu hæstu heildarútgjöldin sem hlutfall af VLF, en meðaltal 28 landa Evrópusambandsins er 2,07%. Hæstu heildarútgjöldin eru í Svíþjóð, eða 3,4% af VLF, en í Noregi voru útgjöldin sambærileg og á Íslandi, eða 2,09% af VLF, samkvæmt útgáfu Eurostat. Endurskoðun frá áðurútgefnum tölum Hagstofunnar fól í sér minniháttar breytingar á útgjöldum, auk þess sem verg landsframleiðsla ársins 2017 hefur verið endurskoðuð.

Útgjöld til R&Þ sem hlutfall af VLF í Evrópu 2017
    Opinberar Háskóla- Sjálfseigna-
  Allar einingar Fyrirtæki stofnanir stofnanir stofnanir
Svíþjóð 3,40 2,42 0,12 0,85 0,00
Austurríki 3,16 2,22 0,22 0,70 0,02
Danmörk 3,05 1,97 0,09 0,98 0,01
Þýskaland 3,02 2,09 0,41 0,52
Finnland 2,76 1,80 0,24 0,70 0,02
Belgía 2,58 1,76 0,29 0,54
Ísland 2,10 1,35 0,09 0,66
Noregur 2,09 1,10 0,29 0,71
Evrópusambandið 2,07 1,36 0,23 0,46
Holland 1,99 1,17 0,23 0,59
Slóvenía 1,86 1,39 0,26 0,21 0,01
Tékkland 1,79 1,13 0,31 0,35 0,01
Bretland 1,66 1,12 0,11 0,39 0,04
Ítalía 1,35 0,83 0,17 0,33 0,02
Ungverjaland 1,35 0,99 0,17 0,18
Portúgal 1,33 0,67 0,07 0,57 0,02
Eistland 1,29 0,61 0,15 0,51 0,02
Lúxemborg 1,26 0,68 0,33 0,25
Spánn 1,20 0,66 0,21 0,33 0,00
Grikkland 1,13 0,55 0,25 0,32 0,01
Írland 1,05 0,74 0,05 0,26
Pólland 1,03 0,67 0,02 0,34 0,00
Litháen 0,89 0,32 0,25 0,32
Slóvakía 0,88 0,48 0,18 0,22 0,00
Króatía 0,86 0,42 0,19 0,25
Búlgaría 0,75 0,53 0,17 0,04 0,01
Kýpur 0,56 0,20 0,06 0,23 0,07
Malta 0,54 0,34 0,01 0,20
Lettland 0,51 0,14 0,13 0,24
Rúmenía 0,50 0,29 0,16 0,05 0,00
Bráðabirgðatölur úr birtingu Eurostat 11.03.2019

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.