FRÉTT VÍSINDI OG TÆKNI 24. JÚNÍ 2005

Út er komið hefti í efnisflokknum Upplýsingatækni þar sem birtar eru niðurstöður úr fjórðu könnun Hagstofunnar á notkun heimila og einstaklinga á tæknibúnaði og interneti. Könnunin var gerð í febrúar síðastliðnum.

Niðurstöður sýna að 88% Íslendinga nota tölvu og 86% nota internet. Flestir nota internetið því sem næst daglega. Algengara er að einstaklingar kaupi vörur og þjónustu um internet og enn er vinsælast að panta farmiða, gistingu eða annað ferðatengt. Hlutfall heimila með tengingu við internet er hvergi hærra í Evrópu en á Íslandi en árið 2005 voru 84% íslenskra heimila tengd interneti. Þrjú af hverjum fjórum nettengdum heimilum nota háhraðatengingu.

Í heftinu er nánar fjallað um tæknibúnað á heimilum á Íslandi og tölvu- og internetnotkun einstaklinga árið 2005. Skoðað er hvaða aðgerðir fólk hefur framkvæmt í tölvu og á interneti og í hvaða tilgangi það nýtir sér internetið. Rafræn verslun og rafræn kunnátta einstaklinga eru skoðaðar sérstaklega. Samanburður er gerður á útbreiðslu internetnotkunar á Íslandi og í öðrum Evrópulöndum.

Í heftinu eru niðurstöður mælinga á tæknibúnaði á heimilum settar fram eftir búsetu, heimilisgerð og tekjum heimilis og niðurstöður mælinga á notkun einstaklinga á tölvum og interneti eru settar fram eftir kyni, aldri, búsetu, menntun og atvinnu.

Notkun heimila og einstaklinga á tæknibúnaði og Interneti árið 2005 - útgáfur

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.