FRÉTT VÍSINDI OG TÆKNI 25. APRÍL 2016

Yfir árin 2012–2014 voru 50% fyrirtækja á Íslandi með nýsköpun vöru, þjónustu, eða verkferla. 36% fyrirtækja settu nýja eða verulega endurbætta vöru á markað eða buðu upp á nýja eða verulega endurbætta þjónustu. Nýsköpunin gat verið nýjung á markaði fyrirtækis, eða bara fyrir fyrirtækið sjálft, en 73% fyrirtækja sem voru með nýsköpun vöru, þjónustu, eða ferla voru með nýsköpun sem var nýjung fyrir Ísland. Ef einnig er tekið mið af nýsköpun skipulags og kynninga- eða markaðssetningarstarfs voru 59% fyrirtækja með einhverskonar nýsköpun. Þá hafði 40% umhverfisvænan ávinning af nýsköpuninni og hjá 32% var umhverfisvænn ávinningur nýsköpunar hjá neyt­end­um.

Rannsókn Hagstofu Íslands á nýsköpunarvirkni fyrirtækja náði yfir fyrirtæki með að lágmarki 10 starfsmenn, en undanskildar voru atvinnugreinar þar sem ekki er gert ráð fyrir verulegri nýsköpun, almennt.

Hagstofa Íslands tók yfir tölfræði um vísindi og tækni árið 2014, en felur það í sér framkvæmd tveggja rannsókna sem fram fara sitt hvort árið yfir tveggja ára tímabil. Þannig safnaði Hagstofan gögnum um útgjöld til rannsókna og þróunar (R&Þ) haustið 2014 og voru þær niðurstöður síðan birtar í apríl 2015. Nú hefur Hag­stofan gert síðari rannsókn tímabilsins, á nýsköpunarvirkni fyrirtækja. Gögn­um var safnað frá fyrirtækjum á tímabilinu október–desember 2015, en við­miðunar­tímabil spurninga voru árin 2012–2014.

Niðurstöður hafa nú verið birtar á vef Hagstofu Íslands, undir liðnum Atvinnuvegir, vísindi og tækni, nýsköpunarvirkni fyrirtækja.

Nýsköpunarvirkni fyrirtækja 2012–2014 - Hagtíðindi

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fyrirtaekjatolfraedi@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.