Vinsamlega athugið að þessari fréttatilkynningu var breytt 9. október 2012 9:05 frá upprunalegri útgáfu. 

Tölvur eru á 96% íslenskra heimila og aðgangur að neti á 95% heimila. Netnotendum fjölgar frá síðasta ári og eru það nú tæp 96% landsmanna. Netnotendur hafa undanfarin ár mælst flestir á Íslandi og Noregi af öllum ríkjum EES, en ekki eru enn tiltækar samanburðartölur fyrir árið 2012. 44% netnotenda tengjast netinu með farsíma eða snjallsíma og þar af tengjast 45% netinu þannig daglega. 40% netnotenda tengjast netinu utan heimilis með fartölvum sem er aukning um 7% frá fyrra ári.

Þráðlaus tæki til að tengjast neti utan heimila og vinnustaða var sérstakt viðfangsefni rannsóknar Hagstofu Íslands á tölvu- og netnotkun einstaklinga. Í Hagtíðinda útgáfu Hagstofunnar er farið lauslega yfir helstu niðurstöður rannsóknarinnar. Ítarlegri upplýsingar er að finna í veftöflum á vef Hagstofunnar undir efnisliðnum Upplýsingatækni.

Tölvu- og netnotkun einstaklinga 2012 - Hagtíðindi

Talnaefni