FRÉTT VÍSINDI OG TÆKNI 22. APRÍL 2015


Heildarútgjöld til rannsókna- og þróunarstarfs á árinu 2013 voru 35.398 milljónir, en jafngildir það 1,88% af landsframleiðslu Íslands það ár. Dreifast heildarútgjöldin þannig að heildarútgjöld fyrirtækja eru 18.548 milljónir, háskóla 11.630 milljónir og annar opinberra stofnana og sjálfseignastofnana 5.220 milljónir. Af heildarútgjöldum fyrirtækja til rannsókna og þróunar eru 68,5% í þjónustugreinum, en 24,9% í framleiðslugreinum.

Gögnum um útgjöld til rannsókna- og þróunarstarfs er safnað með útgjaldaskýrslu Hagstofu Íslands, en fylgir sú framkvæmd aðferðafræði OECD og er miðað að því að skila breytum til alþjóðastofnana sem eru samanburðarhæfar við niðurstöður annarra landa. Hagstofa Íslands tók við verkefninu á síðasta ári og hefur gögnum verið safnað fyrir árin 2013 og 2014. Áætlað er að niðurstöður fyrir heildarútgjöld árið 2014 verði birtar næsta haust.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.