Árið 2019 seldu 44% fyrirtækja í heild- og smásöluverslun vörur eða þjónustu í gegnum vefsíður eða öpp en bráðabirgðatölur benda til þess að hlutfallið hafi hækkað í 56% á árinu 2020. Á meðal fyrirtækja í öllum þeim atvinnugreinaflokkum sem gagnasöfnun nær yfir var hlutfallið 33% árið 2019 en hækkaði upp í 38% árið 2020 samkvæmt bráðabirgðatölum.
Ef litið er á hlutfall fyrirtækja sem seldi vörur eða þjónustu til almennra viðskiptavina (B2C) í gegnum vefsíður eða öpp árið 2019 á það við um 23% af heildarfjölda fyrirtækja. Í Evrópu var hlutfallið hæst á Írlandi, 30% en þar næst á eftir í Danmörku og á Íslandi, 23%.