Frá fyrri ársfjórðungi jókst heildarlaunakostnaður um 9,6% í verslun og ýmissi viðgerðarþjónustu (G). Á sama tímabili jókst heildarlaunakostnaður í samgöngum og flutningum (I) um 9,3%, í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð (F) um 7,8% og í iðnaði (D) um 6,2%.
Heildarlaunakostnaður án óreglulegra greiðslna jókst um 6,2% í verslun og ýmissi viðgerðarþjónustu (G), um 6,0% í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð (F), um 3,4% í samgöngum og flutningum (I) og um 2,2% í iðnaði (D) milli þriðja og fjórða ársfjórðungs 2007.
Árshækkun heildarlaunakostnaðar frá fjórða ársfjórðungi 2006 var á bilinu 5,1% til 7,8%, mest í verslun og ýmissi viðgerðarþjónustu (G) en minnst í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð (F).
Vísitala launakostnaðar, sem gefin er út ársfjórðungslega, sýnir breytingar á launakostnaði á vinnustund. Vísitalan er kostnaðarvísitala sem ekki er leiðrétt fyrir breytingum í samsetningu vinnuafls og vinnustunda. Breytingar á vísitölu launakostnaðar geta því endurspeglað verðbreytingu vinnustundar, breytt hlutfall yfirvinnustunda, breytt hlutfall vinnuafls með há/lág laun eða samspil umræddra þátta.
Breyting vísitalna frá fyrra ári, % | ||||
4. ársfjórðungur 2007 | Heildar- | |||
launakostnaður | Annar launa- | |||
Heildar- | án óreglulegra | kostnaður | ||
launakostnaður | greiðslna | Heildarlaun | en laun | |
Iðnaður (D) | 6,2 | 6,9 | 5,8 | 8,1 |
Byggingarst. og mannvirkjagerð (F) | 5,1 | 5,7 | 4,3 | 9,0 |
Verslun og viðgerðaþjónusta (G) | 7,8 | 9,1 | 7,3 | 10,0 |
Samgöngur og flutningar (I) | 5,4 | 7,2 | 4,9 | 8,0 |
Talnaefni