FRÉTT ÝMISLEGT 05. OKTÓBER 2020

Afgreiðsla Hagstofu Íslands verður lokuð frá og með mánudeginum 5. október og verður eingöngu boðið upp á rafræna afgreiðslu. Er þetta gert vegna yfirstandandi faraldurs (Covid-19).

Símaþjónusta verður með reglubundnum hætti og verður hún opin frá kl. 9-12 og kl. 13-16.

Við bendum notendum á að fjölmörgum erindum er hægt að sinna með rafrænum hætti með því að hafa samband í gegnum netfangið upplysingar@hagstofa.is eða að hringja í síma 528 1000.

Gert er ráð fyrir að birtingaráætlun verði framfylgt.

Ný tilkynning verður send út þegar aðstæður breytast.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.