Alþjóðlegi tölfræðidagurinn er í dag 20. október en tilgangurinn með deginum er að vekja athygli á mikilvægi hagtalna fyrir samfélög, efnahagslíf og ákvarðanatöku. Dagurinn var settur á laggirnar af Sameinuðu þjóðunum. Hann var fyrst haldinn hátíðlegur árið 2010 og hefur verið minnst á fimm ára fresti síðan. Þema dagsins í ár er áhersla á mikilvægi þess að allir hafi aðgang að áreiðanlegum hagtölum og gögnum.
Hagtölur koma daglega við sögu á öllum sviðum samfélagsins og gegna lykilhlutverki þegar kemur að upplýstri samfélagsumræðu og gera stjórnvöldum, fyrirtækjum, fræðasamfélaginu og almennum borgurum kleift að taka upplýstar ákvarðanir. Mikilvægi áreiðanlegra hagtalna fer stöðugt vaxandi bæði hér á landi og erlendis samhliða síauknu aðgengi að upplýsingum sem oft reynast ekki mjög ábyggilegar.
Hagstofa Íslands hefur í tilefni dagsins birt á vefsíðu stofnunarinnar nýja myndræna framsetningu um þróun nafna landsmanna byggt á samfelldum gögnum frá árinu 1978. Þar á meðal nafnakapphlaup sem nær allt frá fyrsta manntalinu 1703.
Alþjóðlegi tölfræðidagurinn á vef SÞ