FRÉTT ÝMISLEGT 17. MAÍ 2016

Ársskýrsla Hagstofu Íslands fyrir árið 2015 hefur nú verið gefin út. Er þetta áttunda ársskýrslan sem Hagstofan sendir frá sér frá því að hún varð sjálfstæð stofnun árið 2008.

Í skýrslunni er gerð grein fyrir helstu áherslumálum stofnunarinnar árið 2015 og þeim fjármunum sem varið er til hagskýrslugerðar. Auk skýrslu yfirstjórnar og umfjöllunar um fjármál og rekstur er í skýrslunni fjallað um upplýsingaöryggi, afnot af gögnum, samstarf við notendur, innleiddar EES/ESB-gerðir um hagskýrslur og margt fleira.

Ársskýrslan er eingöngu gefin út rafrænt og má nálgast hana endurgjaldslaust hér á vefnum.

Ársskýrsla 2015 - Útgáfa

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.