Ársskýrsla Hagstofu Íslands fyrir árið 2017 hefur nú verið gefin út. Líkt og í fyrra er skýrslan eingöngu aðgengileg á rafrænu sniði, en slóðin er arsskyrsla2017.hagstofa.is.
Í ársskýrslunni er gerð grein fyrir helstu áherslumálum stofnunarinnar árið 2017 og þeim fjármunum sem varið er til hagskýrslugerðar. Auk skýrslu yfirstjórnar og umfjöllunar um fjármál og rekstur er í skýrslunni fjallað um samstarf við notendur, afnot af gögnum, sögulegar hagtölur og fjölmargt fleira.
Ársskýrsla 2017 — Útgáfa