Ársskýrsla Hagstofu Íslands fyrir árið 2021 hefur verið gefin út og er skýrslan aðgengileg á rafrænu sniði.
Í skýrslunni er gerð grein fyrir starfseminni á árinu. Auk skýrslu stjórnar og umfjöllunar um fjármál og rekstur er í skýrslunni fjallað um notendur, gagnasöfnun, miðlun og margt fleira.
Árið 2021 einkenndist af kórónuveirufaraldrinum og setti það mark sitt á starfsemina. Þrátt fyrir það gekk starfsemin vel og áfram var unnið að innleiðingu stefnu Hagstofunnar 2020 til 2025. Útgefið efni jókst um 10% á milli ára í heild og tóku um 10% landsmanna, 16 ára og eldri, þátt í úrtaksrannsóknum Hagstofunnar.