Ársskýrsla Hagstofu Íslands fyrir árið 2014 hefur nú verið gefin út. Er þetta sjöunda ársskýrslan sem Hagstofan sendir frá sér frá því að hún varð sjálfstæð stofnun árið 2008.
Í tilefni þess að Hagstofan varð 100 ára á síðasta ári er skýrslan veglegri að þessu sinni. Viðamesti hluti skýrslunnar er ágrip af sögu hagskýrslugerðar síðustu 100 ár sem Magnús S. Magnússon hefur tekið saman.
Í skýrslunni er gerð grein fyrir helstu áherslumálum stofnunarinnar árið 2014 og þeim fjármunum sem varið er til hagskýrslugerðar. Auk skýrslu yfirstjórnar og umfjöllunar um fjármál og rekstur er í skýrslunni fjallað um manntalið 2011, starfsmannamál, 100 ára afmæli Hagstofunnar, útgáfur og margt fleira.
Skýrslan er 68 síður og hana prýðir fjöldi ljósmynda og myndrita.
Ársskýrsluna má skoða á vefnum.