Hagstofa Íslands vekur athygli á breyttu fyrirkomulagi varðandi uppfærslu á talnaefni á vefsíðu stofnunarinnar. Þegar talnaefni er einungis uppfært fylgir nú stutt fréttakorn á forsíðu þar sem greint er frá helstu breytingum frá fyrri tölum.

Þetta er liður í þeirri áherslu Hagstofunnar að leita sífellt leiða til þess að bæta þjónustu við notendur. Markmiðið er að gera þeim auðveldara fyrir sem eru óvanir að lesa úr talnaefni stofnunarinnar og um leið flýta fyrir þeim sem eru því vanir.