FRÉTT ÝMISLEGT 23. NÓVEMBER 2018

Hagstofa Íslands hefur í dag gefið út birtingaráætlun sína fyrir árið 2019. Útgáfa birtingaráætlunar er í samræmi við verklag við hagskýrslugerð sem mótast hefur á alþjóðavettvangi og tryggir jafnan aðgang að opinberum hagtölum. Sem fyrr mun Hagstofan gefa út fréttatilkynningu verði breytingar á birtingaráætluninni í eftirtöldum flokkum:

  • Vísitala neysluverðs
  • Vísitala byggingarkostnaðar
  • Landsframleiðsla
  • Ársfjórðungslegar vinnumarkaðstölur
  • Utanríkisverslun
  • Mánaðarleg launavísitala (þ.m.t. vísitala greiðslujöfnunar)

Dagsetningar næstu 10 almanaksdaga á áætluninni eru staðfestar og taka ekki breytingum nema gefin sé út fréttatilkynning um það. Aðrar dagsetningar á birtingaráætluninni geta tekið breytingum.

Birtingar Hagstofunnar eru gerðar aðgengilegar öllum notendum samtímis kl. 9.00 að morgni birtingardags. Notendur geta fengið sendar tilkynningar um nýjar fréttir með tölvupósti skrái þeir sig í áskriftarþjónustu Hagstofunnar.

Birtingaráætlun

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.