Hagstofa Íslands hefur undanfarin ár birt áætlun um fyrirhugaða útgáfudaga frétta og uppfærslu talna á vefnum eitt ár fram í tímann. Gerð birtingaráætlunar og tilkynning um hana er í samræmi við verklagsreglur í hagskýrslugerð.
Áætlaðir útgáfudagar Hagtíðinda og Landshaga, árbókar Hagtofunnar, verða settir á birtingaráætlun jafnóðum og dagsetning útgáfu liggur fyrir.
Eftirfarandi skal sérstaklega tekið fram um birtingu frétta Hagstofunnar:
- Allar fréttir Hagstofunnar eru gefnar út kl. 9.00 að morgni.
- Hagstofan birtir öllum aðilum fréttirnar samtímis.
- Hagstofan veitir samtímis aðgang að öllu því talnaefni sem fylgir viðkomandi frétt.
- Ef óhjákvæmilegt reynist að víkja frá áður útgefinni dagsetningu í birtingaráætlun tilgreinir Hagstofan nýja dagsetningu á birtingaráætluninni.
Hægt er að fá tilkynningu um birtingu fréttar með tölvupósti auk þess sem skiptiborð Hagstofunnar, upplýsingaþjónusta eða viðkomandi fagdeild veitir upplýsingar frá kl. 9.00 að morgni birtingardags.
Birtingaráætlun