Í nóvember ár hvert birtir Hagstofa Íslands áætlun um fyrirhugaða útgáfudaga á vefnum á komandi ári. Allt efni sem gefið er út er sett á birtingaráætlun, hluti af efni Hagstofunnar er á ársáætlun sem staðfest er frá 1. janúar til 31. desember 2010, en annað efni er fært á birtingaráætlun allt árið um kring, þó innan tiltekins tímaramma. Tímaramminn kallast lota og er hver lota tveir heilir almanaksmánuðir. Þær dagsetningar sem komnar eru á lotuáætlun hafa verið staðfestar. Sjá nánari reglur um birtingaráætlun Hagstofunnar.
Eftirfarandi skal sérstaklega tekið fram um birtingar Hagstofunnar:
• Allt efni Hagstofunnar er gefið út kl. 9.00 að morgni.
• Hagstofan birtir öllum notendum sínum efni sitt samtímis.
• Ef óhjákvæmilegt reynist að víkja frá staðfestri dagsetningu gefur Hagstofan út frétt þess efnis.
Hægt er að fá tilkynningu um birtingu fréttar með tölvupósti auk þess sem skiptiborð Hagstofunnar, upplýsingaþjónusta eða viðkomandi fagdeild veitir upplýsingar frá kl. 9.00 að morgni birtingardags.