FRÉTT ÝMISLEGT 16. NÓVEMBER 2012

Hagstofa Íslands hefur í dag gefið út birtingaráætlun fyrir árið 2013. Útgáfa birtingaráætlunar er í samræmi við verklag við hagskýrslugerð sem mótast hefur á alþjóðavettvangi og tryggir jafnan aðgang að opinberum hagtölum.

Hagstofan mun gefa út fréttatilkynningu verði breytingar á áætluninni fyrir eftirtalda flokka:

  • verðtryggingarvísitölur
    a) vísitala neysluverðs
    b) vísitala byggingarkostnaðar
  • landsframleiðsla
  • ársfjórðungslegar vinnumarkaðstölur
  • mánaðartölur í utanríkisverslun
  • mánaðarleg launavísitala (þ.m.t. vísitala greiðslujöfnunar)


Sjá frekar reglur um birtingar.

Allt efni er gefið út kl. 09.00 að morgni og birtir Hagstofan öllum notendum sínum efni sitt samtímis. Hægt er að fá áminningu vegna einstakra birtinga. Notendur geta fengið tölvupóst í hvert sinn sem Hagstofan birtir efni á vefnum. Auk þess veitir skiptiborð Hagstofunnar, upplýsingaþjónusta eða ábyrgðaraðilar útgáfu upplýsingar frá kl. 9.00 að morgni birtingardags.

Birtingaráætlun

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.