Vinsamlegast athugið að þessari fréttatilkynningu var breytt 1. desember 2016 9:20 frá upprunalegri útgáfu.
Hagstofa Íslands hefur í dag gefið út birtingaráætlun sína fyrir árið 2017. Útgáfa birtingaráætlunar er í samræmi við verklag við hagskýrslugerð sem mótast hefur á alþjóðavettvangi og tryggir jafnan aðgang að opinberum hagtölum.
Sem fyrr mun Hagstofan gefa út fréttatilkynningu verði breytingar á birtingaráætluninni fyrir eftirtalda flokka:
- verðtryggingarvísitölur
- vísitala neysluverðs
- vísitala byggingarkostnaðar - landsframleiðsla
- ársfjórðungslegar vinnumarkaðstölur
- utanríkisverslun
- mánaðarleg launavísitala (þ.m.t. vísitala greiðslujöfnunar)
Efni sem ekki er á áætlun á heilu almanaksári er fært á birtingaráætlunina eftir þörfum með minnst 10 daga fyrirvara. Þetta felur í sér að dagsetningar næstu 10 almanaksdaga eru staðfestar og taka ekki breytingum nema gefin sé út fréttatilkynning um það. Aðrar dagsetningar á birtingaráætluninni geta tekið breytingum.
Sjá frekar reglur um birtingar Hagstofunnar.
Hagstofan birtir öllum notendum sínum efni sitt samtímis. Því er allt efni á birtingaráætlun gefið út kl. 9.00 að morgni. Notendur geta fengið sendar tilkynningar um nýjar fréttir með tölvupósti skrái þeir sig í áskriftarþjónustu Hagstofunnar. Auk þess veitir skiptiborð Hagstofunnar, upplýsingaþjónusta eða ábyrgðarmaður birtingar nánari upplýsingar frá kl. 9.00 birtingardaginn.