FRÉTT ÝMISLEGT 26. JÚNÍ 2015

Iceland in figures 2015Hagstofa Íslands hefur í dag gefið út bækling á ensku, Iceland in figures 2015, þar sem nálgast má ýmsar lykiltölur um land og þjóð á handhægan hátt. Þetta er tuttugasti árgangur bæklingsins en hann er sniðinn að ferðaþjónustunni og hefur átt miklum vinsældum að fagna meðal leiðsögumanna og annarra ferðalanga.

Þó að bæklingurinn sé smár í sniðum (11x16 sm) skiptist hann í 18 kafla og í honum eru yfir 50 töflur og 17 myndrit. Efni hans er byggt á Landshögum, árbók Hagstofunnar, og geymir hann m.a. upplýsingar um veðráttu, umhverfi, mannfjölda, laun og tekjur, lífskjör, vinnumarkað, atvinnuvegi, utanríkisverslun, samgöngur, upplýsingatækni, ferðaþjónustu, verðlag, neyslu, þjóðarbúskap, heilbrigðismál, félagsmál, skóla, menningu, kosningar og fleira.

Bæklingurinn kostar einungis 500 krónur og er til sölu í afgreiðslu Hagstofu Íslands að Borgartúni 21a í Reykjavík. Hann má einnig kaupa í öllum helstu bókaverslunum. Þá má panta hann á netinu og fá hann sendan heim að dyrum. Hann má einnig skoða hér á vefnum endurgjaldslaust.

Iceland in figures 2015 - útgáfa

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.