Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra heimsótti Hagstofu Íslands í morgun. Ræddi hún við starfsmenn stofnunarinnar og kynnti sér starfsemi hennar.
Heimsóknin hófst með fundi Katrínar með Hrafnhildi Arnkelsdóttur hagstofustjóra og framkvæmdastjórn Hagstofunnar og fékk forsætisráðherra síðan kynningu frá starfsmönnum stofnunarinnar á þjóðhagsreikningum, umhverfistölfræði, vísitölum, velsældarvísum, heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og manntalinu.