FRÉTT ÝMISLEGT 02. DESEMBER 2024

Hagstofa Íslands hefur markað sér stefnu um notkun gervigreindar í opinberri hagtölugerð í þeim tilgangi að hámarka skilvirkni og áreiðanleika í vinnslu og útgáfu hagtalna. Þrír lykilþættir fyrir innleiðingu stefnunnar eru:

  • Tækni- og gagnainnviðir stofnunarinnar.
  • Þjálfun og kunnátta starfsfólks.
  • Öryggi gagna og persónuvernd.

Stefnan nær bæði til þröngrar gervigreindar, sem felst jafnan í sérhæfðum vélnáms (e. machine learning) reikniritum sem læra að vinna mjög afmörkuð verkefni með vönduðum hætti, og til breiðrar gervigreindar á borð við stór og flókin djúptauganet og mállíkön sem geta leyst flókin og margbreytileg verkefni.

Á næstu misserum verður sett fram framkvæmdaáætlun með tímasettum aðgerðum til að tryggja árangursríka innleiðingu stefnunnar.

Gervigreindarstefna Hagstofu Íslands

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.