FRÉTT ÝMISLEGT 02. SEPTEMBER 2020

Hagstofa Íslands hefur gefið út á ensku greinargerðina „Aðferðir við hindrun rekjanleika í samanteknum gögnum. Athugun á miðlun upplýsinga um ný íslensk smásvæði“. Markmiðið með greinargerðinni er að útskýra og prófa helstu aðferðir við hindrun rekjanleika í samanteknum gögnum með tölfræðihugbúnaðinum R.

Til þess að sýna fram á virkni aðferðanna er þeim beitt til að hindra rekjanleika í niðurstöðum íslenska manntalsins frá 2011. Niðurstöðurnar byggja á gögnum sem hafa verið auðguð með svæðisbundnum þáttum sem eru byggðir á nýjum smásvæðum fyrir Ísland. Aðferðirnar eru metnar út frá ýmis konar mælingum á nytsemi og áhættu við birtingu niðurstaðnanna.

Aðferðir við hindrun rekjanleika í samanteknum gögnum. Athugun á miðlun upplýsinga um ný íslensk smásvæði - greinargerð

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.