FRÉTT ÝMISLEGT 13. OKTÓBER 2022

Elsa Björk Knútsdóttir, settur Hagstofustjóri, tók í gær við viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefnis Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), fyrir hönd Hagstofu Íslands.

Viðurkenningin er veitt þátttakendum í hreyfiaflsverkefninu sem hafa náð að jafna kynjahlutfall í framkvæmdastjórn en auk FKA standa forsætisráðuneytið, Sjóvá, Deloitte, Pipar\TBWA og Ríkisútvarpið að verkefninu.

„Við hjá Hagstofu Íslands tökum stolt við þessari mikilvægu viðurkenningu,“ segir Elsa Björk en þess má geta að hún er fyrsta konan til þess að gegna embætti Hagstofustjóra.

Ljósmynd: Silla Páls.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.