FRÉTT ÝMISLEGT 03. JÚNÍ 2020

Hagstofa Íslands afhenti í gær Fjölsmiðjunni á höfuðborgarsvæðinu tæplega eitt hundrað tölvur, en tölvunum var skipt út í kjölfar fartölvuvæðingar innan stofnunarinnar. Einnig voru Fjölsmiðjunni afhentir skjáir, lyklaborð, borðsímar og skjávarpi.

Fjölsmiðjan er vinnusetur fyrir ungt fólk á aldrinum 16-24 ára en meginhlutverk hennar er að undirbúa nemendur sína fyrir frekara nám og þátttöku á almennum vinnumarkaði. Samtals stunda nú 65 nemendur þar nám. Fjölsmiðjan hefur starfað frá árinu 2001 en að henni standa félagsmálaráðuneytið, menntmálaráðuneytið, Vinnumálastofnun og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu.

Tæknideild Fjölsmiðjunnar mun fara yfir búnaðinn og meta hvað af honum getur farið í sölu og hvað fer í endurvinnslu. Fjölsmiðjan sérhæfir sig í endurnýtingu og endurvinnslu á ofangreindum búnaði.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.