FRÉTT ÝMISLEGT 03. APRÍL 2020

Hagstofa Íslands mun í næstu viku hefja útgáfu á tilraunatölfræði. Tilraunatölfræði er undirflokkur opinberrar hagskýrslugerðar sem felur í sér nýmæli í framleiðslu hagtalna eða framþróun á hagtölum í samvinnu við innri og ytri notendur.

Markmiðið með tilraunatölfræði er að bæta þjónustu Hagstofunnar með hraðari birtingu nýrrar tölfræði. Tilraunatölfræði er ætlað að vera tímabundin en getur, ef vel reynist, líka verið upphaf að reglulegri birtingu hagtalna.

Þar sem tilraunatölfræði er tölfræði sem er enn í þróun verður hún sérstaklega merkt sem slík.

Notendur eru hvattir til að koma athugasemdum og rýni til skila á netfangið tilraunir@hagstofa.is.

Nánar um tilraunatölfræði Hagstofunnar

Tilraunatölfræði

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.