FRÉTT ÝMISLEGT 24. JANÚAR 2022

Hagstofa Íslands hefur hlotið tæplega 12 milljón króna uppbyggingarstyrk úr Innviðasjóði Rannís til þess að byggja upp rafrænt rannsóknarumhverfi sem auðvelda mun íslensku vísindafólki að nýta sér gögn stofnunarinnar til rannsókna.

Von Hagstofunnar er að með uppbyggingu slíks rannsóknarumhverfis sé bæði hægt að auka gæði gagna í félags-, heilbrigðis- og menntavísindum og gera íslensku vísindafólki kleift að taka þátt í alþjóðlegum rannsóknum sem byggja á sambærilegum gögnum.

„Það er ánægjulegt að Rannís sýni innviðauppbyggingu Hagstofunnar skilning og mun styrkurinn bæta aðgang vísindamanna að gögnum okkar og gefa tækifæri á að bæta þjónustu við þá. Ég vil þakka Rannís og starfsmönnum Hagstofunnar sem komu að málinu fyrir vönduð og góð vinnubrögð við undirbúning og afgreiðslu málsins,“ segir Ólafur Hjálmarsson Hagstofustjóri af þessu tilefni.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.